Fleiri fréttir Ein flugbraut nægir ekki Ein flugbraut nægir ekki á Reykjavíkurflugvelli, að mati hollenskra ráðgjafa, sem telja að austur-vestur flugbraut verði að vera aðalflugbraut vallarins og liggja að miklu leyti í sjó fram utan núverandi flugvallargirðingar, ef losa eigi umtalsvert svæði í Vatnsmýri til annarra nota. 9.5.2006 19:15 Sjálfstæðismenn fengju 67 prósent atkvæða Sjálfstæðismenn fengju atkvæði tveggja af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ ef kosið væri nú. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. 9.5.2006 19:15 Samkomulag um álver í mánuðinum Stefnt er að undirritun rammasamkomulags um álver í Helguvík síðar í þessum mánuði og gætu framkvæmdir hafist á næsta ári. Orkuveita Reykjavíkur telur sig geta útvegað næga raforku til að álverið geti tekið til starfa árið 2010. 9.5.2006 19:06 Námaverkamönnunum loks bjargað Tveir ástralskir verkamenn sem setið höfðu fastir í gullnámu í hartnær hálfan mánuð sluppu loks úr prísund sinni í morgun. Þeir voru glorhungraðir þegar þeir komu upp úr námunni en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. 9.5.2006 19:00 Framkvæmdir við álver í Helguvík gætu hafist á næsta ári Stefnt er að undirritun rammasamkomulags um álver í Helguvík síðar í þessum mánuði og gætu framkvæmdir hafist á næsta ári. Orkuveita Reykjavíkur telur sig geta útvegað næga raforku til að álverið geti tekið til starfa árið 2010. 9.5.2006 18:56 Vill lyfjainnfluting af hálfu ríkisins lagist lyfjaverð ekki Formaður lyfjagreiðslunefndar telur að ríkið ætti að taka upp innflutning á lyfjum að nýju, fari lyfjaheildsalar og framleiðendur ekki að taka upp breytta stefnu í sambandi við lyfjaverð. 9.5.2006 18:47 Aðeins 30 prósent styðja Verkamannaflokkinn Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, að greina ekki frá hvenær hann hyggst láta af embætti. Skoðanakannanir benda til að Verkamannaflokkurinn hafi ekki verið óvinsælli síðan 1992. 9.5.2006 18:45 Úthluta peningum hreppsins til íbúa Skilmannahreppur hefur boðið hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr búsetusjóði hreppsins til þess að fegra umhverfið. Er þetta gert nú, fyrir sveitarstjórnarkosningar, áður en hreppurinn sameinast þremur öðrum hreppum. 9.5.2006 18:45 Vandi við verðhrun fasteigna Verðlækkun á húsnæði getur haft uggvænleg áhrif á skuldsett heimili og telur Ráðgjafarstöð um fjármál heimilanna að afar margir standi tæpt. Seðlabankinn hefur bent á að þetta sé stærsta áhyggjuefni heimilisfjármála og ekki sé óalgengt að fasteignaverð lækki um fimmtán til tuttugu prósent í kjölfar mikilla hækkana eins og verið hafa undanfarið. Dæmi séu einnig um allt að 50 prósenta verðlækkun. 9.5.2006 18:43 Íbúum boðið frítt í sund Íbúum Reykjanesbæjar er boðið í sund milli 13 og 17 næsta laugardag. Þá verður opnuð ný 50 metra löng innilaug og vatnaveröld í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Af því tilefni bjóða Reykjanesbær og Fasteign hf öllum íbúum frítt í sund. 9.5.2006 18:00 Búist við að það dragi áfram úr innflutningi Búast má við því að það haldi áfram að draga úr innflutningi á neysluvörum. Verulega dró úr innflutningi á bílum, sjónvörpum og fleiri neysluvörum í aprílmánuði. 9.5.2006 17:54 Skóflustunga tekin að nýrri sundmiðstöð í Hafnarfirði Skóflustunga að nýrri sundmiðstöð í Hafnarfirði var tekin í dag. Formaður byggingaráðs bæjarins segir framkvæmdina mikla lyftistöng fyrir Hafnarfjarðarbæ. 9.5.2006 17:29 Dómarinn þarf ekki að víkja Hæstiréttur hafnaði rétt í þessu beiðni Jóns Geralds Sullenbergers um að dómari í máli hans og þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar viki frá málinu. 9.5.2006 16:36 Hugmyndir um flutning Árbæjarsafns vanhugsaðar Hugmyndir stjórnmálamanna um flutning hluta af Árbæjarsafns út í Viðey eru vanhugsaðar að mati starfsfólks safnsins. Það segir núverandi staðsetningu ekki hamla starfinu og vill byggja frekar upp í Árbænum og gera Elliðaárdalinn í nágrenninu að safnadal. 9.5.2006 16:10 Rispuðu tíu bíla Tveir ungir dregnir ollu skemmdum á tíu bílum á leið sinni heim úr skóla á Akranesi síðasta fimmtudag. Þeim kom í hug að taka upp stein og rispa þá bíla sem þeir gengu framhjá. 9.5.2006 16:03 Lægstur lífeyrir og mesta tekjuskerðingin á Íslandi Ellilífeyrir er lægstur hér á landi af öllum Norðurlöndunum og skerðist mest við aðrar tekjur. Á öllum Norðurlöndunum er svipað hlutfall ellilífeyrisþega sem lifir við fátæktarmörk. Þetta er niðurstaða aðalfundar norrænna eldri borgara sem fram fer í Reykjavík þessa dagana. 9.5.2006 16:00 Dæmdur fyrir líkamsárás Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi karlmann í dag til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af annarri ákæru um líkamsárás þar sem hún þótti ekki sönnuð. 9.5.2006 15:36 Borgarafundur í Reykjanesbæ Oddvitar framboðanna í Reykjanesbæ verða fyrir svörum á borgarafundi NFS í kvöld. Á borgarafundinum verður farið yfir stefnumál framboðanna, litið á aðstæður í Reykjanesbæ og niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar birtar. 9.5.2006 15:09 Vilja semja við sveitarstjórnarmenn Opinberir starfsmenn á Suðurlandi vilja að sveitarstjórnarmenn semji við þá um kaup og kjör frekar en að fela Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til saminga. 9.5.2006 14:58 Sóknarfæri í umræðunni Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, voru í morgun í viðtali á CNBC viðskiptafréttastöðinni. Í viðtalinu voru framtíðarhorfur íslensks efnahagslíf ræddar, verðbólgustigið, hækkanir á húsnæðisverði og vaxtahækkanir Seðlabankans. Pétur Þ. Óskarsson, forstöðumaður Kynningarmála og Fjárfestatengsla Glitnis, greindi frá því í viðtali við NFS að fyrirtækið hafi að undaförnum vikum aukið samskipti við erlenda fjölmiðla. Hann sagði neikvæðar spár um íslenskt efnahagslífs færri en áður og ekki eins einhliða og þær hefðu verið í fyrstu. Aukin umræða sem myndaðist í tengslum við þau mál hefðu þó vakið athygli á Íslandi og slíkt biði upp á frekari tækifæri. 9.5.2006 14:00 Tvöföldun ljúki ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir Allt bendir til að seinni áfanga við tvöföldun Reykjanesbrautar ljúki ári áður en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er er ein stærsta vegaframkvæmd þessa árs og næsta og mun bæta samgöngur milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins verulega. 9.5.2006 13:30 Fatah-liðar berjast við Hamas-liða Níu palestínumenn særðust í átökum milli Fatah-hreyfingar Yassers Arafats og byssumanna Hamas-hreyfingarinnar á Gaza-svæðinu í morgun. 9.5.2006 13:15 Innflutningur og einkaneysla dragast saman Verulega er farið að draga úr innflutningi á bílum, heimilstækjum og fatnaði samkvæmt bráðabirgðatölum Fjármálaráðuneytisins um innheimtu virðisaukaskatts í síðasta mánuði. Hann var verulega minni af þessum vöruflokkum en undanfarna mánuði. 9.5.2006 13:00 Útlit fyrir að komið verði til móts við launakröfur Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. 9.5.2006 12:45 Börnin sýna í Mjóddinni Samsýning 180 ungra listamanna var opnuð í göngugötunni í Mjódd í morgun. Listamennirnir ungu eru leikskólabörn af Fálkaborg, Arnarborg og Bakkaborg í Breiðholtinu. Listaverkin eru brot af því besta sem börnin hafa gert í vetur. 9.5.2006 12:30 Hvert heimili fær 600 þúsund fyrir sameiningu Oddviti Skilmannahrepps við Hvalfjörð gengur nú á milli bæja og býður hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr sjóði hreppsins, í formi vöruúttektar í BYKO eða Húsasmiðjunni, áður en hreppurinn sameinast þremur öðrum hreppum í sumar. 9.5.2006 12:25 Hitaveiturör sprakk við Hlemm Nokkur hætta skapaðist þegar hitaveiturör á mótum Laugavegar og Rauðarárstígs sprakk og vatn flæddi upp á götuna. Lögregla var kölluð á vettvang til að halda fólki frá enda var vatnið áttatíu gráðu heitt. 9.5.2006 12:22 Argóarflísin til Svíþjóðar Sænska bókaforlagið Alafabeta hefur keypt útgáfuréttinn á Argóarflísinni eftir Sjón, handhafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Í fréttatilkynningu frá Bókaforlaginu Bjarti, sem annaðist útgáfu bókarinnar, segir að þessar fréttir hafi ekki komið á óvart þar sem völva hafi spáð bókinni frægð og frama í áramótahefti Séð og heyrt. 9.5.2006 11:51 Skora á sveitarstjórnarmenn að semja sjálfir við félagið Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi skoraði á sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi að koma meira að kjarasamningagerð við félagið í stað þess að fela Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldið var á Selfossi í gær. 9.5.2006 11:27 Nýr forstjóri MP Fjárfestingabanka Styrmir Þór Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka hf. og hefur hann störf þegar í stað. Styrmir er 35 ára og starfaði hann áður sem sérfræðingur fyrirtækjasviði Landsbankans en þar áður framkvæmdastjóri Atorku Group hf. 9.5.2006 11:17 Íslenskt fyrirtæki verðlaunað Íslenska fyrirtækið Industria hlaut í gær Red Herring Europe 100-verðlaunin, sem ár hvert er útdeilt af samnefndu viðskiptatímariti. Meðal þeirra fyrirtækja sem hampað hafa slíkum titli í gegnum tíðina eru til að mynda Google, eBay og Skype. 9.5.2006 11:03 Mikill skortur á vinnuafli í Danmörku Mikill skortur er á vinnuafli í Danmörku. Þetta sýna nýjustu tölur á helstu atvinnuauglýsingasíðu Danmerkur á Netinu sem greint er frá í Politiken. Mestur er skorturinn á hjúkrunarfræðingum og byggingarverkamönnum og iðnaðarmönnum og þá er mikil barátta um sérfræðinga í fjármálageiranum. 9.5.2006 09:45 Komu að þjófum heima hjá sér Styggð kom að þjófum sem voru að athafna sig í einbýlishúsi á Akureyri í gærkvöldi þegar íbúarnir komu óvænt heim. Þjófarnir forðuðu sér í ofvæni út um bakdyr og náðu ekki að nema neitt á brott með sér en þeir voru búnir að safna saman og stafla upp ýmsum verðmætum sem þeir hafa ætlað að stela. 9.5.2006 09:30 Blaine hætti við heimsmetstilraun Bandaríski töframaðurinn David Blaine hætti í gær við að reyna að halda niðri í sér andanum í níu mínútur og setja þar með heimsmet. 9.5.2006 09:15 Um sextíu togarar að karfaveiðum á Reykjaneshrygg Rétt tæplega sextíu togarar eru að karfaveiðum á Reykjaneshrygg, suðvestur af landinu, samkvæmt talningu Landhelgisgæslunnar í gær. Þar af eru átta íslenskir togarar en í heild er þetta einhver stærsti floti sem hefur verið þarna að veiðum í einu til þessa. 9.5.2006 09:00 Ætla ekki að taka þátt í umfjöllun um Baug í Kastljósi Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs, Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs og verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, þeir Gestur Jónsson og Jakob Möller Hæstaréttarlögmenn, hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna umfjöllunar um Baugsmálið í Kastjósi Ríkissjónvarpsins í gær. 9.5.2006 08:45 Rice segir bréf Ahmadinejads ekki taka á kjarnorkudeilu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerði lítið úr bréfi sem Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti sendi George Bush Bandaríkjaforseta og sagði það ekki fjalla um kjarnorkudeiluna af neinni alvöru á blaðamannafundi í gærkvöldi. 9.5.2006 08:30 Slökkviliðið kallað þrettán sinnum út vegna sinuelda Slökkviliðið í Reykjavík var kallað þrettán sinnum út í gær vegna sinuelda, einkum í Elliðaárdal en ekki hlaust þó umtalsvert tjón af svo vitað sé. Ljóst er að í mörgum tilvikanna hefur viljandi verið kveikt í en enginn hefur verið handtekinn vegna þess. 9.5.2006 08:15 Biður um meiri tíma til að handsama Mladic Boris Tadic, forseti Serbíu, segir nauðsynlegt fyrir yfirvöld í landinu að fá meiri tíma til að handsama Ratko Mladic sem er eftirlýstur af stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna. 9.5.2006 08:00 Færður á geðdeild eftir að hafa veifað hnífi Maðurinn, sem lögreglan í Reykjavík handtók á leikskóla í vesturborginni, eftir að hann reyndist hafa hníf undir höndum þegar hann hugðist sækja barn fyrrverandi sambýliskonu sinnar, var í gærkvöldi vistaður á geðdeild. 9.5.2006 07:45 Moussaoui vill sanna sakleysi sitt Zacarias Moussaoui, sem í síðustu viku var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna aðildar að árásunum á Bandaríkjum þann 11. september árið 2001, sagðist í gær ekki hafa sagt rétt og satt frá við réttarhöldin. Hann sagðist hafa játað sig sekan gegn vilja lögmanna sinna því hann hefði ekki skilið bandarískt réttarkerfi. 9.5.2006 07:30 Ný ríkisstjórn kynnt til sögunnar í Írak Ný ríkisstjórn verður að öllum líkindum mynduð í Írak á fimmtudag. Embættismenn þar í landi segja að Nuri Maliki, tilnefndur forsætisráðherra, ætli að kynna skiptingu ráðherra á fundi með fréttamönnum í dag. 9.5.2006 07:16 Tvær milljónir barna deyja sama dag og þau fæðast Tvær milljónir barna sem fæðast í þróunarlöndum árlega deyja sama daga og þau fæðast. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Save the Children um aðbúnað mæðra og barna í löndum heimsins. 9.5.2006 10:00 Ekkert athugavert við endurgreiðsluna Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir ekki hægt að bera ákvörðun um endurgreiðslu á hluta fasteignagjalda skömmu fyrir kosningar saman við það að borgarstjórinn í Reykjavík auglýsi viðtalsfundi fáeinum vikum fyrir kosningar. Lækkunin er kosningadúsa upp í kjósendur segir oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 8.5.2006 23:30 Varmársamtökin stofnuð til verndar Varmársvæðinu Varmársamtökin, samtök íbúa í Mosfellsbæ, voru stofnuð formlega í kvöld. Forsvarsmenn samtakanna vilja að Varmársvæðið verði skipulagt með menningu og útivist í huga. 8.5.2006 22:26 Sjá næstu 50 fréttir
Ein flugbraut nægir ekki Ein flugbraut nægir ekki á Reykjavíkurflugvelli, að mati hollenskra ráðgjafa, sem telja að austur-vestur flugbraut verði að vera aðalflugbraut vallarins og liggja að miklu leyti í sjó fram utan núverandi flugvallargirðingar, ef losa eigi umtalsvert svæði í Vatnsmýri til annarra nota. 9.5.2006 19:15
Sjálfstæðismenn fengju 67 prósent atkvæða Sjálfstæðismenn fengju atkvæði tveggja af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ ef kosið væri nú. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. 9.5.2006 19:15
Samkomulag um álver í mánuðinum Stefnt er að undirritun rammasamkomulags um álver í Helguvík síðar í þessum mánuði og gætu framkvæmdir hafist á næsta ári. Orkuveita Reykjavíkur telur sig geta útvegað næga raforku til að álverið geti tekið til starfa árið 2010. 9.5.2006 19:06
Námaverkamönnunum loks bjargað Tveir ástralskir verkamenn sem setið höfðu fastir í gullnámu í hartnær hálfan mánuð sluppu loks úr prísund sinni í morgun. Þeir voru glorhungraðir þegar þeir komu upp úr námunni en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. 9.5.2006 19:00
Framkvæmdir við álver í Helguvík gætu hafist á næsta ári Stefnt er að undirritun rammasamkomulags um álver í Helguvík síðar í þessum mánuði og gætu framkvæmdir hafist á næsta ári. Orkuveita Reykjavíkur telur sig geta útvegað næga raforku til að álverið geti tekið til starfa árið 2010. 9.5.2006 18:56
Vill lyfjainnfluting af hálfu ríkisins lagist lyfjaverð ekki Formaður lyfjagreiðslunefndar telur að ríkið ætti að taka upp innflutning á lyfjum að nýju, fari lyfjaheildsalar og framleiðendur ekki að taka upp breytta stefnu í sambandi við lyfjaverð. 9.5.2006 18:47
Aðeins 30 prósent styðja Verkamannaflokkinn Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, að greina ekki frá hvenær hann hyggst láta af embætti. Skoðanakannanir benda til að Verkamannaflokkurinn hafi ekki verið óvinsælli síðan 1992. 9.5.2006 18:45
Úthluta peningum hreppsins til íbúa Skilmannahreppur hefur boðið hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr búsetusjóði hreppsins til þess að fegra umhverfið. Er þetta gert nú, fyrir sveitarstjórnarkosningar, áður en hreppurinn sameinast þremur öðrum hreppum. 9.5.2006 18:45
Vandi við verðhrun fasteigna Verðlækkun á húsnæði getur haft uggvænleg áhrif á skuldsett heimili og telur Ráðgjafarstöð um fjármál heimilanna að afar margir standi tæpt. Seðlabankinn hefur bent á að þetta sé stærsta áhyggjuefni heimilisfjármála og ekki sé óalgengt að fasteignaverð lækki um fimmtán til tuttugu prósent í kjölfar mikilla hækkana eins og verið hafa undanfarið. Dæmi séu einnig um allt að 50 prósenta verðlækkun. 9.5.2006 18:43
Íbúum boðið frítt í sund Íbúum Reykjanesbæjar er boðið í sund milli 13 og 17 næsta laugardag. Þá verður opnuð ný 50 metra löng innilaug og vatnaveröld í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Af því tilefni bjóða Reykjanesbær og Fasteign hf öllum íbúum frítt í sund. 9.5.2006 18:00
Búist við að það dragi áfram úr innflutningi Búast má við því að það haldi áfram að draga úr innflutningi á neysluvörum. Verulega dró úr innflutningi á bílum, sjónvörpum og fleiri neysluvörum í aprílmánuði. 9.5.2006 17:54
Skóflustunga tekin að nýrri sundmiðstöð í Hafnarfirði Skóflustunga að nýrri sundmiðstöð í Hafnarfirði var tekin í dag. Formaður byggingaráðs bæjarins segir framkvæmdina mikla lyftistöng fyrir Hafnarfjarðarbæ. 9.5.2006 17:29
Dómarinn þarf ekki að víkja Hæstiréttur hafnaði rétt í þessu beiðni Jóns Geralds Sullenbergers um að dómari í máli hans og þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar viki frá málinu. 9.5.2006 16:36
Hugmyndir um flutning Árbæjarsafns vanhugsaðar Hugmyndir stjórnmálamanna um flutning hluta af Árbæjarsafns út í Viðey eru vanhugsaðar að mati starfsfólks safnsins. Það segir núverandi staðsetningu ekki hamla starfinu og vill byggja frekar upp í Árbænum og gera Elliðaárdalinn í nágrenninu að safnadal. 9.5.2006 16:10
Rispuðu tíu bíla Tveir ungir dregnir ollu skemmdum á tíu bílum á leið sinni heim úr skóla á Akranesi síðasta fimmtudag. Þeim kom í hug að taka upp stein og rispa þá bíla sem þeir gengu framhjá. 9.5.2006 16:03
Lægstur lífeyrir og mesta tekjuskerðingin á Íslandi Ellilífeyrir er lægstur hér á landi af öllum Norðurlöndunum og skerðist mest við aðrar tekjur. Á öllum Norðurlöndunum er svipað hlutfall ellilífeyrisþega sem lifir við fátæktarmörk. Þetta er niðurstaða aðalfundar norrænna eldri borgara sem fram fer í Reykjavík þessa dagana. 9.5.2006 16:00
Dæmdur fyrir líkamsárás Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi karlmann í dag til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af annarri ákæru um líkamsárás þar sem hún þótti ekki sönnuð. 9.5.2006 15:36
Borgarafundur í Reykjanesbæ Oddvitar framboðanna í Reykjanesbæ verða fyrir svörum á borgarafundi NFS í kvöld. Á borgarafundinum verður farið yfir stefnumál framboðanna, litið á aðstæður í Reykjanesbæ og niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar birtar. 9.5.2006 15:09
Vilja semja við sveitarstjórnarmenn Opinberir starfsmenn á Suðurlandi vilja að sveitarstjórnarmenn semji við þá um kaup og kjör frekar en að fela Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til saminga. 9.5.2006 14:58
Sóknarfæri í umræðunni Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, voru í morgun í viðtali á CNBC viðskiptafréttastöðinni. Í viðtalinu voru framtíðarhorfur íslensks efnahagslíf ræddar, verðbólgustigið, hækkanir á húsnæðisverði og vaxtahækkanir Seðlabankans. Pétur Þ. Óskarsson, forstöðumaður Kynningarmála og Fjárfestatengsla Glitnis, greindi frá því í viðtali við NFS að fyrirtækið hafi að undaförnum vikum aukið samskipti við erlenda fjölmiðla. Hann sagði neikvæðar spár um íslenskt efnahagslífs færri en áður og ekki eins einhliða og þær hefðu verið í fyrstu. Aukin umræða sem myndaðist í tengslum við þau mál hefðu þó vakið athygli á Íslandi og slíkt biði upp á frekari tækifæri. 9.5.2006 14:00
Tvöföldun ljúki ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir Allt bendir til að seinni áfanga við tvöföldun Reykjanesbrautar ljúki ári áður en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er er ein stærsta vegaframkvæmd þessa árs og næsta og mun bæta samgöngur milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins verulega. 9.5.2006 13:30
Fatah-liðar berjast við Hamas-liða Níu palestínumenn særðust í átökum milli Fatah-hreyfingar Yassers Arafats og byssumanna Hamas-hreyfingarinnar á Gaza-svæðinu í morgun. 9.5.2006 13:15
Innflutningur og einkaneysla dragast saman Verulega er farið að draga úr innflutningi á bílum, heimilstækjum og fatnaði samkvæmt bráðabirgðatölum Fjármálaráðuneytisins um innheimtu virðisaukaskatts í síðasta mánuði. Hann var verulega minni af þessum vöruflokkum en undanfarna mánuði. 9.5.2006 13:00
Útlit fyrir að komið verði til móts við launakröfur Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. 9.5.2006 12:45
Börnin sýna í Mjóddinni Samsýning 180 ungra listamanna var opnuð í göngugötunni í Mjódd í morgun. Listamennirnir ungu eru leikskólabörn af Fálkaborg, Arnarborg og Bakkaborg í Breiðholtinu. Listaverkin eru brot af því besta sem börnin hafa gert í vetur. 9.5.2006 12:30
Hvert heimili fær 600 þúsund fyrir sameiningu Oddviti Skilmannahrepps við Hvalfjörð gengur nú á milli bæja og býður hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr sjóði hreppsins, í formi vöruúttektar í BYKO eða Húsasmiðjunni, áður en hreppurinn sameinast þremur öðrum hreppum í sumar. 9.5.2006 12:25
Hitaveiturör sprakk við Hlemm Nokkur hætta skapaðist þegar hitaveiturör á mótum Laugavegar og Rauðarárstígs sprakk og vatn flæddi upp á götuna. Lögregla var kölluð á vettvang til að halda fólki frá enda var vatnið áttatíu gráðu heitt. 9.5.2006 12:22
Argóarflísin til Svíþjóðar Sænska bókaforlagið Alafabeta hefur keypt útgáfuréttinn á Argóarflísinni eftir Sjón, handhafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Í fréttatilkynningu frá Bókaforlaginu Bjarti, sem annaðist útgáfu bókarinnar, segir að þessar fréttir hafi ekki komið á óvart þar sem völva hafi spáð bókinni frægð og frama í áramótahefti Séð og heyrt. 9.5.2006 11:51
Skora á sveitarstjórnarmenn að semja sjálfir við félagið Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi skoraði á sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi að koma meira að kjarasamningagerð við félagið í stað þess að fela Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldið var á Selfossi í gær. 9.5.2006 11:27
Nýr forstjóri MP Fjárfestingabanka Styrmir Þór Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka hf. og hefur hann störf þegar í stað. Styrmir er 35 ára og starfaði hann áður sem sérfræðingur fyrirtækjasviði Landsbankans en þar áður framkvæmdastjóri Atorku Group hf. 9.5.2006 11:17
Íslenskt fyrirtæki verðlaunað Íslenska fyrirtækið Industria hlaut í gær Red Herring Europe 100-verðlaunin, sem ár hvert er útdeilt af samnefndu viðskiptatímariti. Meðal þeirra fyrirtækja sem hampað hafa slíkum titli í gegnum tíðina eru til að mynda Google, eBay og Skype. 9.5.2006 11:03
Mikill skortur á vinnuafli í Danmörku Mikill skortur er á vinnuafli í Danmörku. Þetta sýna nýjustu tölur á helstu atvinnuauglýsingasíðu Danmerkur á Netinu sem greint er frá í Politiken. Mestur er skorturinn á hjúkrunarfræðingum og byggingarverkamönnum og iðnaðarmönnum og þá er mikil barátta um sérfræðinga í fjármálageiranum. 9.5.2006 09:45
Komu að þjófum heima hjá sér Styggð kom að þjófum sem voru að athafna sig í einbýlishúsi á Akureyri í gærkvöldi þegar íbúarnir komu óvænt heim. Þjófarnir forðuðu sér í ofvæni út um bakdyr og náðu ekki að nema neitt á brott með sér en þeir voru búnir að safna saman og stafla upp ýmsum verðmætum sem þeir hafa ætlað að stela. 9.5.2006 09:30
Blaine hætti við heimsmetstilraun Bandaríski töframaðurinn David Blaine hætti í gær við að reyna að halda niðri í sér andanum í níu mínútur og setja þar með heimsmet. 9.5.2006 09:15
Um sextíu togarar að karfaveiðum á Reykjaneshrygg Rétt tæplega sextíu togarar eru að karfaveiðum á Reykjaneshrygg, suðvestur af landinu, samkvæmt talningu Landhelgisgæslunnar í gær. Þar af eru átta íslenskir togarar en í heild er þetta einhver stærsti floti sem hefur verið þarna að veiðum í einu til þessa. 9.5.2006 09:00
Ætla ekki að taka þátt í umfjöllun um Baug í Kastljósi Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs, Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs og verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, þeir Gestur Jónsson og Jakob Möller Hæstaréttarlögmenn, hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna umfjöllunar um Baugsmálið í Kastjósi Ríkissjónvarpsins í gær. 9.5.2006 08:45
Rice segir bréf Ahmadinejads ekki taka á kjarnorkudeilu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerði lítið úr bréfi sem Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti sendi George Bush Bandaríkjaforseta og sagði það ekki fjalla um kjarnorkudeiluna af neinni alvöru á blaðamannafundi í gærkvöldi. 9.5.2006 08:30
Slökkviliðið kallað þrettán sinnum út vegna sinuelda Slökkviliðið í Reykjavík var kallað þrettán sinnum út í gær vegna sinuelda, einkum í Elliðaárdal en ekki hlaust þó umtalsvert tjón af svo vitað sé. Ljóst er að í mörgum tilvikanna hefur viljandi verið kveikt í en enginn hefur verið handtekinn vegna þess. 9.5.2006 08:15
Biður um meiri tíma til að handsama Mladic Boris Tadic, forseti Serbíu, segir nauðsynlegt fyrir yfirvöld í landinu að fá meiri tíma til að handsama Ratko Mladic sem er eftirlýstur af stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna. 9.5.2006 08:00
Færður á geðdeild eftir að hafa veifað hnífi Maðurinn, sem lögreglan í Reykjavík handtók á leikskóla í vesturborginni, eftir að hann reyndist hafa hníf undir höndum þegar hann hugðist sækja barn fyrrverandi sambýliskonu sinnar, var í gærkvöldi vistaður á geðdeild. 9.5.2006 07:45
Moussaoui vill sanna sakleysi sitt Zacarias Moussaoui, sem í síðustu viku var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna aðildar að árásunum á Bandaríkjum þann 11. september árið 2001, sagðist í gær ekki hafa sagt rétt og satt frá við réttarhöldin. Hann sagðist hafa játað sig sekan gegn vilja lögmanna sinna því hann hefði ekki skilið bandarískt réttarkerfi. 9.5.2006 07:30
Ný ríkisstjórn kynnt til sögunnar í Írak Ný ríkisstjórn verður að öllum líkindum mynduð í Írak á fimmtudag. Embættismenn þar í landi segja að Nuri Maliki, tilnefndur forsætisráðherra, ætli að kynna skiptingu ráðherra á fundi með fréttamönnum í dag. 9.5.2006 07:16
Tvær milljónir barna deyja sama dag og þau fæðast Tvær milljónir barna sem fæðast í þróunarlöndum árlega deyja sama daga og þau fæðast. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Save the Children um aðbúnað mæðra og barna í löndum heimsins. 9.5.2006 10:00
Ekkert athugavert við endurgreiðsluna Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir ekki hægt að bera ákvörðun um endurgreiðslu á hluta fasteignagjalda skömmu fyrir kosningar saman við það að borgarstjórinn í Reykjavík auglýsi viðtalsfundi fáeinum vikum fyrir kosningar. Lækkunin er kosningadúsa upp í kjósendur segir oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. 8.5.2006 23:30
Varmársamtökin stofnuð til verndar Varmársvæðinu Varmársamtökin, samtök íbúa í Mosfellsbæ, voru stofnuð formlega í kvöld. Forsvarsmenn samtakanna vilja að Varmársvæðið verði skipulagt með menningu og útivist í huga. 8.5.2006 22:26