Erlent

Klekar hvetja Íraka til sameiningar

Um það bil fimmtíu klerkar kúrda, súnnía og sjía hittust til fundar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag til að ræða hvernig binda megi enda á átök trúarbrota í landinu. Íraksforseti segir að þau hafi kostað rúmlega þúsund Íraka lífið í aprílmánuði einum.

Klæði klerkanna voru mismunandi, allt frá jakkafötum til hefðbundnari fatnaðar en allir báðu þeir saman fyrir fundinn.

Í ræðu hvatti Hussein Ismail al-Sadr, æðsti klerkur sjía í Írak, landa sína til að sameinast til þess að tryggja öryggi í landinu og leggja til hliðar deilur við landa sína. Hann gagnrýndi Sameinuðu þjóðirnar og Arababandalagið fyrir að hafa ekki sent fulltrúa á fundinn en þeim hafi boðist það. Fjölmargir hafa fallið í átökum milli trúarbrota í Írak síðustu vikur og sagði Jalal Talabani, Íraksforseti, í dag að rúmlega þúsund Írakar hefðu fallið í apríl mánuði einum. Þar vitnaði forsetinn til skýrslu frá líkhúsi í Bagdad. Hann sagði fregir af mannfalli berast daglega og þær vekja hjá sér skelfingu og reiði. Nouri Maliki, sem útnefndur hefur verið í embætti forsætisráðherra, undirbýr nú skipan ríkisstjórnari sinnar og vona stjórnmálaskýrendur að henni takist að hafa hemil á andspyrnumönnum og draga úr þeirri öldu ofbeldis sem hefur skollið á landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×