Innlent

Fasteignaverð hefur hækkað um 67%

Mynd/Stefán

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 67% frá því í ágúst 2004, eða þegar bankarnir fóru að bjóða upp á íbúðalán. Þetta kemur fram í hálf fimm fréttum KB banka en þar kemur einnig fram að fasteignaverðið hækkaði um fjórðung á síðasta ári. Af 22 höfuðborgum í Evrópu er fasteignaverð á Íslandi það áttunda hæsta. Fasteignaverðá Norðurlöndum er hátt miðað við aðrar borgir í Evrópu. En fasteignaverð hér á landi er í takt við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Greiningardeildin telur verð á fasteignum hér á landi hátt en ekki ofmetið. Hækkanir líkt og hér eru ekki einsdæmi og finnast svipuð dæmi í Kaupmannahöfn og Dublin. Greiningardeildin spáir 5% hækkun fasteingaverðs á árinu og telur að jafnvægi hafi verið náð á markaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×