Erlent

Tilbúnir að koma til móts við Írana

Fulltrúar þeirra ríkja sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna náðu samkomulagi í gærkvöldi um að gera Írönum tilboð um að þeir hljóti ákveðnar hagsbætur fallist þeir á kröfur Sameinuðu þjóðanna í kjarnorkudeilunni. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði þó að Írönum yrði að vera það ljóst að Alþjóðasamfélagið væri sammála um að hegðun þeirra hingað til hafi verið óásættanleg. Hún sagði þó að Bandaríkjamenn myndu gefa málinu þann tíma sem það þyrfti til að leysast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×