Innlent

Mikið um ofnæmisvaldandi frjókorn í lofti

MYND/Gunnar

Mikið er um frjókorn í lofti þessar vikurnar sem veldur ofnæmi hjá ófáum. Mistur sem borist hefur hingað til lands frá Austur-Evrópu eykur á ofnæmið.

Tölur sýna að öndunarofnæmi er að aukast í heiminum. Ekki er vitað hvað veldur því en þeirri kenningu hefur verið haldið fram af sumum sérfræðingum að vaxandi hreinlæti sé um að kenna, og á það þá fyrst og fremst við um það ofnæmi sem greinist á Vesturlöndum.

Grasfrjókorn eru mesti ofnæmisvakinn hér á landi en auk þeirra eiga aspar- og birkifrjókorn það til að angra fólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×