Innlent

Starfsmenn Heilsuverndar óánægðir með flutninginn

Starfsmenn Heilsugæslustöðvarinnar við Barónsstíg eru mjög óánægðir með fyrirhugaðan flutning stöðvarinnar í ágúst og segja vinnubrögð ráðamanna ýta undir tortryggni í þeirra garð. Starfsmenn stöðvarinnar funduðu um málið í morgun

Til fundarins boðaði forstjóri Heilsugæslunnar, Guðmundur Einarsson, til að tilkynna fyrirhugaðan flutning en starfsemin heilsugæslunnar verður flutt í Mjóddina þann 1. ágúst. Þegar Guðmundur hafði lokið máli sínu funduðu starfsmenn áfram án hans og ræddu stöðu mála. Á þeim fundi kom fram mikil óánægja með vinnubrögð ráðamanna og segir Guðrún Bjarnadóttir, fostöðumaður starfsmannaráðs heilsugæslunnar að óánægjan beinist aðallega að því að starfsmenn hafi ekki verið með í ráðum þegar ákveðið var hvert flytja skildi starfsemina og því gæti ákveðinnar tortryggni í garð yfirmanna og ráðuneytana. Á fundinum var samþykkt að senda Heilbrigðisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu ályktun þar sem vinnubrögðin eru hörmuð og óánægju með flutninginn lýst yfir.

Ályktun fundarins verður send ráðuneytunum síðar í dag og að sögn Guðrúnar er boltinn nú hjá þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×