Innlent

Segja ummæli heilbriðisráðherra ófagleg

Frumtök, samtök framleiðanda frumlyfja hér á landi, telja sig hafa staðið fyllilega við samkomulag sem gert var við heilbrigðisráðherra og formann lyfjagreiðslunefndar árið 2004. Samkomulag þetta fól í sér að lækka lyfjaverð á Íslandi til samræmis við það sem þekkist á öðrum Norðurlöndum og telja samtökin að það hafi tekist.



Í fréttatilkynningu samtakanna segir að um það bil 85% lyfja sem eru á markaði hér á landi séu frumlyf en framleiðendur samheitalyfja, svo sem Actavis, standi ekki að því samkomulaginu um verðlækkanir. Samtökin telja því ummæli heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum um að staða lyfjaverðs "sé óþolandi" ófaglega þar sem gagnrýnin eigi ekki við aðildarfyrirtæki Frumtaka heldur aðeins hluta lyfjaframleiðanda. Ósanngjarnt sé að færa öll fyrirtæki undir sama hatt þá sérstaklega í ljósi þess að í febrúar hrósaði ráðherrann Frumtökum fyrir að hafa staðið við samkomulagið frá árinu 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×