Innlent

Slæm þekking fyrirtækja á rétti neytanda

Þekkingu fyrirtækja á rétti neytanda virðist vera ábótavant. Þetta kemur fram í óformlegri könnun sem Neytendasamtökin gerðu á því hversu vel seljendur þekkja reglur og umkvörtunarfrest. Hringt var í tuttugu fyrirtæki úr hópi bílaumboða og raftækjaverslana. Í ljós kom að öll fyrirtækin gáfu upp rangar upplýsingar um frest til umkvartanna á vörum sem eiga að hafa langan endingartíma.

 

Almennt gildir að umkvörtunarfrestur er tvö ár en fimm ár vegna tækja sem eiga að hafa langan endingartíma, svo sem bílar, þvottavélar og ísskápar. Þegar Neytendasamtökin grensluðust um hvort hvort fyrirtækin könnuðust við regluna voru aðeins tvö sem játuðu því.

 

Þetta ástand telja Neytendasamtökin óviðunandi og segja lágmarkskröfu að seljendur kynni sér þau lög sem þeim ber að starfa eftir. Lögin hafi nú verið í gildi í þrjú ár og ættu seljendum að hafa gefist tækifæri til að kynna sér þau.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×