Erlent

Dæmdur í lífstíðarfangelsi

Þjóðverjinn Armin Meiwes var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið mann sem hann kynntist stuttu áður á netinu og lagt hann sér síðan til munns. Meiwes var reyndar dæmdur fyrir verknaðinn fyrir tveimur árum og þá í átta og hálfs árs fangelsi.

Dómara fannst hins vegar dómurinn allt of vægur, þar sem um sérstaklega ógeðfelldan verknað væri að ræða og var málið því tekið upp að nýju með fyrrgreindri niðustöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×