Erlent

Börn misnotuð af háttsettum aðilum

Mynd/Reuters

Brögð eru að því að börn í Líberíu séu kynferðislega misnotuð af hjálparsarfsmönnum, friðargæsluliðum, kennurum og ýmsum háttsettum innfæddum karlmönnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Save the Children eða Barnaheilla Bretlandi sem kynnt var nýverið. Átök og hörmungar síðustu fimmtán ára hafa neytt stúlkur frá átta til átján ára aldri til að stunda vændi sem þær hafa fengið greitt fyrir með peningum eða mat. Samtökin hvetja til aðgerða gegn misnotkuninni og leggja áherslur á að slíkt eigi hvergi að viðgangast í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×