Erlent

Sirkusfílar á vappi í Svíþjóð

MYND/AP

Það voru sirkusfílar sem mættu þeim sem áttu leið um nálægt vænum Väsby í Svíþjóð í gærkvöldi. Verið var að ferja fílana með flutningbíl þegar ökumaður missti bílinn útaf veginum þar sem hann valt síðan. Fjórir fílar voru um borð.

Einn sat fastur en hinir þrír sluppu út og skoðuðu sig um í rólegheitunum. Þegar bílnum var aftur komið í lag var fílunum smalað inn í hann á ný og förinni í sirkusinn haldið áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×