Innlent

Besta vísindaframlagið á ársþingi dönsku krabbameinssamtakanna

Valgarður Sigurðsson doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands hlaut viðurkenningu fyrir besta vísindaframlagið á ársþingi dönsku krabbameinssamtakanna sem haldið var föstudaginn 5 maí 2006. Verkefnið var unnið á blóðmeinafræðideild Landspítala - háskólasjúkrahúss og hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

 

Viðurkenninguna halut Valgarður fyrir veggspjaldakynningu á rannsóknum sínum sem fjalla um hlutverk æðaþels í þroskun og sérhæfingu þekjuvefsfrumna í brjóstkirtli.

 

Helstu niðurstöður rannsókna hans benda til þess að æðaþelsfrumur í brjóstkirtli spili lykilhlutverk í sérhæfingu stofnfruma og stuðli að umbreytingu þeirra við framgang æxlisvaxtar í brjóstkirtli.

 

Leiðbeinendur Valgarðs í verkefninu voru Þórarinn Guðjónsson sérfræðingur við læknadeild HÍ og verkefnastjóri við blóðmeinafræðideild LSH og Magnús Karl Magnússon sérfræðingur við blóðmeinafræðideild LSH.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×