Innlent

Breytingar á velferðarkerfinu í bígerð

Þverpólitísk samstaða hefur nú myndast við um að vinna að breytingum, útfærslu og þróun hugmynda um breytingar á íslensku velferðarkerfi í samstarfi við Landsamband eldri borgara, Landsamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands.

Í vetur störfuðu 56 manns í hópum auk sex sérfræðinga að hugmyndum sem eiga að fela í sér leiðir til bættra kjara öryrkja og eldri borgara, einföldunar á almannatryggingum, eflingu endurhæfingar, einstaklingsmiðaðrar stuðningsþjónustu utan stofnana, notendavænni heilbrigðisþjónustu og aukinnar atvinnuþátttöku.

Vænst er til þess að flokkarnir tilnefni einn fulltrúa hver á næstunni og segir í fréttatilkynningu að markmiðið sé að innan eins árs líti dagsins ljós heilsteypt aðgerðaráætlun um virkara velferðarríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×