Erlent

Palestínumenn fá hjálp

Samkomulag hefur náðst um tímabundnar aðgerðir til að tryggja það að neyðaraðstoð berist til palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna en yfir 160 þúsund opinberir starfsmenn á svæðunum hafa ekki fengið greidd laun frá því Hamas samtökin tóku við völdum í mars. Frá þessu greindi Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í gærkvöld. Ekki hefur enn verið greint frá því hvernig að aðstoðinni verði staðið en hún er til þriggja mánaða. Til þessa hafa Bandaríkjamenn lagst gegn því að neyðaraðstoð verði send til sjálfstjórnarsvæðanna, á meðan Hamas fer þar með völd. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar í gær að yfirvöld væru að endurskoða afstöðu sína í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×