Erlent

Lauk 4800 kílómetra göngu frá Kaliforníu til New York.

Bandarískur karlmaður lauk í gær 4800 kílómetra göngu frá Kaliforníu til New York. Gangan hófst 10 apríl árið 2005 og sagði maðurinn, Steve Vaught, ástæðuna fyrir þessum óvenju langa göngutúr vera óánægja með eigin líkama og líðan en hann hafði lengi verið þunglyndur. Vaught var 186 kíló í byrjun ferðarinnar en missti ein 45 á leiðinni og hefur aldrei liðið betur að eigin sögn. Þegar hann var spurður hvað yrði það fyrsta sem hann ætlað að gera þegar hann kæmi heim, svaraði hann, að skipta um sokka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×