Fleiri fréttir

Samfylkingarmenn hlynntastir aðild að Evrópusambandinu

Meirihluti Framsóknarmanna og Samfylkingarmanna vilja að Íslendingar taki upp aðildarviðræður við Evrópusambandið samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Eins við greindum frá í fréttum okkar fyrr í dag þá eru tæplega fjörtíu og eitt prósent landsmanna hlynntir aðild að Evrópusambandinu. Þegar við skoðum hins vegar hvernig hlutfallið skitpist eftir því hvaða flokk fólk ætlar að kjósa kemur í ljós að Samfylkingarmenn eru hlynntastir aðild að sambandinu.

Lyf og heilsa varast að selja karlmönnum daginn-eftir-pillu

Lyf og heilsa hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna að þeir varist að selja svokallaða daginn-eftir-pillu til ungra karlmanna. Ástæðan er sú að stúlkur hafa verið beittar þrýstingi um kynmök án getnaðarvarna af því strákurinn lumi á pillunni.

Löggan ræðir við grunnskólabörn

Foreldrar mörg hundruð reykvískra skólabarna hafa að undanförnu fengið bréf frá lögreglunni, með boði um viðtöl á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Þetta er liður í víðtæku forvarnarátaki, þar sem reynt er að kortleggja hvort og hvernig eiturlyf standa grunnskólabörnum til boða.

Ungmenni fá hvorki matar- né kaffitíma

Dæmi eru um að íslensk ungmenni vinni tíu til tólf klukkustunda vaktir í verslunum og stórmörkuðum, án lögbundinna matar- og kaffitíma. Tugir slíkra mála koma á borð VR á hverju ári.

Alcoa ræður ferðinni

Alcoa hefur ekki skilað matsskýrslu vegna fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði en fyrirtækið ætlaði að skila henni ekki síðar en í nóvember. Framkvæmdir við álverið halda ótruflaðar áfram. Skipulagsstjóri segir fyrirtækið ráða því hvenær það skili skýrslunni.

2.600 manna hugbúnaðar-, fjölmiðlunar- og fjarskiptafyrirtæki í burðarliðnum

Dagsbrún, sem á og rekur Og Vodafone og 365 miðla, hefur keypt meirihluta í Kögun, einu stærsta upplýsinga-tækni-fyrirtæki landsins, fyrir tæplega sjö og hálfan milljarð króna. Fyrir voru Bakkavararbræður ráðandi í Kögun, í gegnum fyrirtæki sín, Símann og Exista. Þeim verður gert yfirtökutilboð innan mánaðar.

Þakklátur fyrir að vera lífi

Tvítugur ökumaður, sem velti bíl sínum á Kringlumýrarbraut á sunnudag, er þakklátur fyrir að vera á lífi og segir slysið hafa kennt sér að nota bílbelti í framtíðinni.Hann missti stjórn á bíl sínum, þegar hann keyrði norður Kringlumýrarbraut og lenti á brúarstólpa göngubrúarinnar.

Baugsmáli áfrýjað

Settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu áfrýjar sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því fyrir viku til Hæstaréttar. Þætti Jóhannesar Jónssonar í Bónus og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, verður ekki áfrýjað. Jóhannes hefur falið verjanda sínum að kvarta til Umboðsmanns Alþingis yfir embættisfærslu Jóns H.B. Snorrasonar saksóknara og Haraldar Johannessens ríkislögreglustjóra.

Harðar tekið á tölvubrotum

Dómsmálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til breytingar á almennum hegningarlögum og lögum um meðferð opinberra mála til samræmingar við samning Evrópuráðsins um tölvubrot.

Samstaða á þingi gegn forgangsgreiðslum

Samhljómur var um það meðal þingflokka í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag ekki skuli heimila efnameira fólki að kaupa sig fram fyrir á biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherra tilkynnti við umræðurnar að til stæði að leggja fram frumvarp um ný heilbrigðislög nú á vorþingi.

Vill stuðning við baráttu gegn tollum

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hvatti breska hagsmunaaðila í sjávarútvegi í gær til að styðja Íslendinga í baráttunnin fyrir það að Evrópusambandið aflétti þeim tollum sem eru nú lagðir á íslenskar sjávarafurðir við innflutning til landa Evrópusambandsins.

Áfrýjað í Baugsmálinu

Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í síðustu viku. Hann áfrýjar sýknun í sex af átta ákæruliðum.

Fagna flutningi starfa út á land

Þingmenn úr öllum flokkum fögnuðu því á Alþingi í dag að starfsemi Fæðingarorlofssjóðs skuli flutt í Húnavatnssýslur. Þeir sögðu að með því væri stutt við atvinnulíf á landsbyggðinni.

Rafgeymar splundruðust yfir all stórt svæði

Ílát sem notað er til flutnings á notuðum rafgeymum valt af bíl frá Flytjanda í gærkvöldi. Við það splundruðust rafgeymar sem voru í ílátinu yfir all stórt svæði. Óhappið varð um klukkan sjö í gærkvöldi við rætur Öxnadalsheiðar. Hreinsunarstarf gekk vel en fimmtán manns frá Brunavörnum Skagafjarðar og Björgunarsveitinni í Varmahlíð stóðu að hreinsuninni fram undir miðnætti í gær.

Dæmdur fyrir umferðarlagabrot

Rúmlega þrítugur Selfyssingur var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik og umferðarlagabrot.

Áreitti tvær ungar stúlkur

Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að áreita tvær ungar stúlkur á heimili sínu í Kópavogi. Maðurinn hafði boðið stúlkunum heim til sín. Þar þótti sýnt að hann hefði kysst aðra stúlkuna á handlegg og háls og látið hina stúlkuna kyssa sig.

Bílvelta nærri Varmahlíð

Ökumaður velti bíl sínum rétt fyrir utan Varmahlíð um klukkan þrjú. Að sögn lögreglunnar á Sauðarkróki er lögreglan á staðnum en bílstjórinn virðist hafa misst stjórn á bílnum í hálku með fyrrgreindum afleiðingum.

Níu menn dæmdir til dauða

Dómstóll í Jórdaínu hefur dæmt níu íslamska öfgamenn til dauða fyrir þátt þeirra í óeirðum sem kostuðu sjö manns lífið í suðurhluta landsins árið 2002. Fjórir mannanna hafa ekki verið teknir höndum en voru dæmdir þrátt fyrir það.

Afrískum flugfélögum bannað að lenda innan ESB

Evrópusambandið hefur lagt blátt bann við því að hátt hundrað alþjóðaflugfélög fái að lenda á flugvöllum sambandaríkja. Flest flugfélögin eru afrísk, rúmlega helmingur félaganna er með aðsetur í Kongó, 14 í Sierra Leone og 7 í Svasílandi.

Hagvexti spáð í Bretlandi

Hagvöxtur verður á bilinu 2 - 2,5% í Bretlandi í ár. Þetta sagði Gordon Brown, fjármálaráðherra, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár í dag. Það er lítil breyting frá mati hans í lok síðasta árs.

Fuglaflensa á Gasa-ströndinni

Hið banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu hefur greinst á Gasa-ströndinni. Talsmaður Palestínumanna í landbúnaðarmálum tilkynnti þetta í dag.

Eldur í kjarnorkuveri

Eldur kviknaði í kjarnorkuveri í Vestur-Japan í morgun. Stjórnendur versins segja þó enga hættu á því að geislavirk efni leki út. Tveir starfsmenn voru fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar.

Flugmálastjórnir settar undir einn hatt

Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli verður lögð niður í núverandi mynd og starfsemi hennar flutt undir Flugmálastjórn Íslands. Samgönguráðherra segir hægt að ná fram mikilli hagræðingu með þessum hætti en segir þetta ekki þurfa að hafa mikil áhrif á það fólk sem þar vinnur.

Kínverjar hjálpa við þróun bóluefnis

Kínverjar hafa ákveðið að afhenda Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sýni úr dýrum sem sýkt eru af fuglaflensu. Stjórnvöld í Peking hafa verið sökuð um að liggja á sýnum líkt og ormar á gulli til að tryggja forskot kínverskra vísindamanna í þróun á bóluefni.

Misheppnað bankarán í Þýskalandi

Bankarán fór út um þúfur í Þýskalandi með eftirminnilegum hætti í morgun. Lögregla beið ræningjanna eftir að hafa fengið nafnlausa ábendingu og þeir hrökkluðust því á flótta án þess að festa hönd á nokkrum ránsfeng.

Fylgi við aðild Íslands að ESB minnkar

Færri segjast hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en undanfarin ár, samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Þeim sem vilja taka upp evruna fjölgar hins vegar töluvert frá síðustu könnun.

Mátti ekki svara fyrir sig

Forsetinn átti ekki að svara fyrir sig þegar Morgunblaðið gagnrýndi Mónakóferð forsetans á síðasta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri Fréttablaðsins. Hann segir að með því hafi forsetinn farið gegn stjórnskipulegri stöðu sinni.

ETA leggur niður vopn

Frelsissamtök Baska, ETA, hafa lýst því yfir að þau munu leggja niður vopn sín fyrir fullt og allt, frá og með föstudeginum. Þetta kom fram í basknesku dagblaði í morgun en ekki er búið að staðfesta áreiðanleika yfirlýsingarinnar.

Síminn selur líklega sinn hlut í Kögun

Skoðun, dótturfélag Dagsbrúnar, hefur keypt fimmtíu og eitt prósent hlutafjár í Kögun. Síminn, sem er stærsti hluthafinn í Kögun, hafði sýnt áhuga á að leiða fyrirtækið en mun nú líklega fara út úr fyrirtækinu.

Aðstandendafélag aldraðra stofnað

Stofnfundur Aðstandendafélags aldraðra verður haldinn í Félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði á sunnudaginn. Félagið verður opið öllum sem láta sig hagsmunamál aldraðra varða.

Fjölmargir skila skattframtali rafrænt

Alls hafa rúmlega sextíu þúsund manns skilað inn skattframtali á Netinu. Frestur til að skila inn skattframtölum til ríkisskattstjóra rann út á miðnætti.

Afsagnar krafist

Enn er þrýst á um afsögn Thaksins Shinawatras, forsætisráðherra Tælands. Mörg þúsund mótmælendum tókst að stöðva umferð í viðskiptahverfi Bangkok í gær og sátu um sendiráð Singapor.

Stórt verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ

Smáratorg, sem rekur meðal annars Rúmfatalagerinn, hyggst reisa 26 þúsund fermetra verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ. Félagið hefur þegar fest kaup á lóð í bænum en áætlað er að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári og að verslunarhúsnæðið verði tilbúið árið 2008. Landið sem Smáratorg hefur tryggt sér var áður var nýtt undir körtubraut við Reykjanesbrautina. Að sögn Agnesar Geirsdóttur, framkvæmdastjóra Smáratorgs, sem kynnti hugmyndina á framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar fyrir tæpum tveimur vikum hyggst fyrirtækið reisa sams konar verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ og á Selfossi. Vinna að teikningum á húsunum er á frumstigi en fyrstu teikninga er að vænta í maí. Á lóðinni í Reykjanesbæ verður gert ráð fyrir 23 þúsund og fimm hundruð fermetra verslunarhúsi þar sem Rúmfatalagerinn verður að finna, stóra matvöruverslun ásamt minni verslunum. Þá er gert ráð fyrir 1500 fermetrum undir bensínstöð á svæðinu og þúsund fermetrum undir veitingastað en ekki er ljóst hver það verður. Aðspurð segir Agnes að ef allt gangi að óskum verði ráðist í framkvæmdirnar í bæði Reykjanesbæ og á Selfossi á næsta ári og er áætlað að þeim ljúki haustið 2008. Eins og kunnugt er hafa menn töluverðar áhyggjur af atvinnumálum á Suðurnesjum eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu að dregið yrði verulega úr starfsemi varnarliðsins á næstu mánuðum Agnes segist ekki geta spáð fyrir um hversu margir fái vinnu í hinum nýju verslunum í Reykjanesbæ enda vinna að verkefninu skammt á veg kominn. Þá bendir hún á að verslanirnar verði ekki opnaðar fyrr en á haustdögum 2008.

Forsætisráðherra Frakklands sagður taka áhættu

Til átaka kom milli mótmælenda og óeirðalögreglu við Sorbonne-háskóla í París í gær. Tekist er á um nýja vinnulöggjöf þar í landi og telja stjórnmálaskýrendur að forsætisráðherra landsins leggi stjórnmálaferil sinn að veði með því að draga ekki í land í málinu.

Launavísitalan hækkar

Launavísitala hefur hækkað um 8,6% síðastliðnum tólf mánuði. Launavísitala febrúarmánðar er 284,4 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í apríl 2006 er 6222 stig að því fram kemur á vef Hagstofunnar.

Æðsti klerkur Írana vill ræða við Bandaríkjamenn

Ali Khamenei, æðsti klerkur í Íran, leggur blessun sína yfir hugsanlegar viðræður Bandaríkjamanna og Írana um ástandið í Írak en varar Bandaríkjamenn við því að reyna að ráðskast með Írana.

Mengunarslys í Norðurárdal

Mengunarslys varð í Norðurárdal í gærkvöldi þegar ker með rafgeymum féll af vörubifreið sem ók þar um.

Leiðsla verður lögð

Rússar hafa heitið Kínverjum því að leggja rúmlega 4.000 km langa leiðslu svo hægt verði að flytja jarðgas til svæða á Kyrrahafs-ströndinni. Þetta kom fram eftir fund Hu Jintao, forset Kína, og Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, í Peking snemma í morgun.

Vill aðstoð Breta við að þrýsta á Evrópusambandið

Sjávarútvegsráðherra hvetur hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Bretlandi til að leggja Íslendingum lið í að þrýsta á Evrópusambandið að aflétta tollum sem eru á nokkrum íslenskum sjávarafurðum. Ráðherrann er nú staddur í heimsókn í Bretlandi.

Sjá næstu 50 fréttir