Innlent

Sjómenn í meiri lífshættu eftir brottflutning varnarliðsþyrlna

MYND/ÆMK

Sjómenn verða í mun meiri lífshættu eftir að þyrlur varnarliðsins fara, ef ekki verður bætt úr þyrluflota Landhelgisgæslunnar. Þetta segir varaformaður Vélstjórafélags Íslands.

Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarna daga verða þyrlur varnarliðsins á bak og burt í síðasta lagi í októberbyrjun eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum ákváðu fyrir réttri viku að stórlega verði dregið úr starfsemi hersins á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur Helgi Þórarinsson, varaformaður Vélstjórafélags Íslands, er afar svartsýnn á ástandið sem skapast þegar þyrlur varnarliðsins eru farnar. Hann segir þetta skerða verulega þá möguleika sem hingað til hafa verið fyrir hendi komi til sjóslysa á Íslandsmiðum. Hafa beri í huga að einungis önnur þyrla íslensku þyrlusveitarinnar sé búin tækjum sem geri flug í ísingu mögulega, auk þess sem hin geti heldur ekki híft menn um borð á flugi. Þá þurfi að hafa í huga að núverandi íslenskum þyrlukosti sé skorður settar þegar beðið er um aðstoð við sjómenn á skipum sem stödd eru langt frá landi, því íslenskar björgunarþyrlur geta ekki tekið eldsneyti í lofti.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×