Innlent

Fjölmargir skila skattframtali rafrænt

Skattframtali skilað á gamla mátann.
Skattframtali skilað á gamla mátann. MYND/EOL

Alls hafa rúmlega sextíu þúsund manns skilað inn skattframtali á Netinu. Frestur til að skila inn skattframtölum til ríkisskattstjóra rann út á miðnætti.

Tæplega 59 þúsund þeirra hafði almenningur fyllt út en rúmlega 1.700 þeir sem hafa atvinnu af framtalsgerð. En tugir þúsunda sóttu um frest til að skila framtalinu.

Talið er að níu af hverjum tíu skili framtali sínu rafrænt, en um 230.000 Íslendingar eru á skattgrunnskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×