Innlent

2.600 manna hugbúnaðar-, fjölmiðlunar- og fjarskiptafyrirtæki í burðarliðnum

Dagsbrún, sem á og rekur Og Vodafone og 365 miðla, hefur keypt meirihluta í Kögun, einu stærsta upplýsinga-tækni-fyrirtæki landsins, fyrir tæplega sjö og hálfan milljarð króna. Fyrir voru Bakkavararbræður ráðandi í Kögun, í gegnum fyrirtæki sín, Símann og Exista. Þeim verður gert yfirtökutilboð innan mánaðar.

Nokkur skjálfti var í kringum aðalfund Kögunar fyrir viku. Fyrirfram hafði verið reiknað með að þeir Bakkavararbræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, ætluðu sér að eignast Kögun. Enda voru fyrirtæki tengd þeim, Síminn og Exista, komin með um 40% hlut í fyrirtækinu.

Öllum að óvörum seldu hins vegar Teton, félag í eigu stjórnenda Kögunnar, og Straumur Burðarás, sína hluti til Skoðunnar ehf, sem er dótturfélag Dagsbrúnar, eiganda Og Vodafone og 365.

Gunnlaugur M. Sigmundsson forstjóri Kögunar og félagar hafa að undanförnu keypt hlutabréf í Kögun, en gengi félagsins hefur hækkað um 23% frá áramótum. Þeir voru hræddir um að lokast inni þar sem Síminn og Exista gáfu út að þeir ætluðu ekki að taka félagið yfir.

Gunnlaugur M. Sigmundsson forstjóri Kögunar og félagar hafa að undanförnu keypt hlutabréf í Kögun, en gengi félagsins hefur hækkað um 23% frá áramótum. Þeir voru hræddir um að lokast inni þar sem Síminn og Exista gáfu út að þeir ætluðu ekki að taka félagið yfir.

Kaupverðið er 75 krónur á hlut, sem þýðir að Dagsbrúnarmenn hafa greitt 7.382 milljónir fyrir 51% hlut, -og virði alls fyirtækisns er þá nærri 15 milljarðar.

Kögun hefur vaxið gríðarlega síðustu misseri, veltan í hitteðfyrra var 4 milljðarar króna, en fór í 17,5 í fyrra. Fyrirtækið varð til sem lítið 3 manna hugbúnaðarfyrirtæki utan um verkefni fyrir NATÓ, -en nú vinna þar 1.300 manns. Hjá Dagsbrún vinna álíka margir, -og veltan þar í fyrra var 15 milljarðar.

Samkeppnisyfirvöld eiga enn eftir að leggja blessun sína yfir kaupin, -en að því gefnu að þau geri það, verður til nýtt fyritæki á sviði hugbúnaðar, fjarskipta, -jölmiðlunar, sem veltir tæpir 50 milljörðum á ári, með um 2600 starfsmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×