Innlent

Vill aðstoð Breta við að þrýsta á Evrópusambandið

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Á FISKMARKAÐNUM Í HULL Talið frá vinstri: Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Á FISKMARKAÐNUM Í HULL Talið frá vinstri: Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins. MYND/Vísir

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra heimsótti í gær fyrirtæki í sjávarútvegi á Humberside svæðinu í Bretlandi og hitti að máli bæði borgarstjórann í Hull og bæjarstjórann í Grimsby. Á fjölmennum fundi með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi hvatti sjávarútvegsráðherra þá til að leggja Íslendingum lið í að þrýsta á Evrópusambandið að aflétta tollum sem eru á nokkrum íslenskum sjávarafurðum sem fluttar eru út til sambandslandanna. Jafnframt því að aflétt yrði útflutningsálagi á ferskan frá Íslandi.

Þá fór ráðherra yfir aðgerðir Íslendinga til að stemma stigu við ólöglegum og óábyrgum veiðum á karfa á Reykjaneshrygg, svokölluðum sjóræningjaveiðum, að því er segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Þær aðgerðir virðast þegar hafa skilað árangri og fælt stórtækustu útgerðina frá því að gera þar út næsta vor og sumar, samkvæmt tilkynningunni. Ráðherra hvatti fundarmenn til að hafa varann á gagnvart ólöglega veiddum fiski og versla ekki með slíka vöru.

 

Heimsókn sjávarútvegsráðherra til Bretlands lýkur á fimmtudag á fundum með Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, Bill Wiggin, skuggamálaráðherra Íhaldsflokksins í sjávarútvegsmálum, og að lokum hittir ráðherrann þingmenn sem eiga rætur að rekja til sjávarplássa víðsvegar um Bretland og láta sjávarútvegsmál sig miklu varða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×