Fleiri fréttir

Fatah-liðar gengu á dyr

Þingmenn Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, gengu útaf fyrsta þingfundi nýrrar heimastjórnar Palestínumanna í dag. Þingið er nú undir stjórn Hamas-samtakanna og á fundinum ætluðu Hamas-liðar að breyta nýrri löggjöf sem sett var síðasta dag fyrra þings þar sem völd forsetans voru aukin.

Íraksþing kemur saman síðar í mánuðinum

Nýkjörið þing Íraks verður kallað saman til síns fyrsta fundar þann 12. mars næstkomandi. Illa hefur gengið að mynda þjóðstjórn í landinu og hafa átök sjía- og súnní-múslima síðustu vikur ekki hjálpað til í þeim efnum. Að minnsta kosti níu féllu í röð sprengjuárása í Bagdad og næsta nágrenni í morgun.

Bakkaði á kyrrstæðan bíl

Síðastliðin vika var róleg í umdæmi lögreglunnar í Vík í Mýrdal en fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 123 km hraða. Eitt umferðaróhapp varð í Vík en ökumaður ók aftur á bak á kyrrstæðan bíl.

Þróun hagkerfisins vekur athygli erlendis

Birgir Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þriðji varaforseti Alþingis, og Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sóttu fund þingforseta smærri ríkja í Evrópu sem haldinn var í Mónakó í lok febrúar.

Höfðu afskipti af 80 ökumönnum

Lögreglumenn í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði höfðu afskipti af 80 ökumönnum vegna umferðarlagabrota í liðinni viku. Þar af voru 62 vegna hraðaksturs og fjögur vegna gruns um ölvun við akstur.

1.500 búnir að skila inn framtölum

Skattframtöl landsmanna eru þegar tekin að skila sér til skattstjóra landsins. Um 1.500 manns hafa talið fram á netinu en búast má við að áður en yfir lýkur skili rúmlega 200 þúsund manns framtölum sínum á netinu.

Loðnuvertíðinni að ljúka

Loðnuvertíðinni er að ljúka og eru nú aðeins þrjú skip eftir á miðunum út af Snæfellsnesi, þar sem loðnan hrygnir og drepst. Lang flest loðnuskipin eru búin með kvóta sína og því hætt veiðum og skipin þrjú, sem enn eru úti, eiga aðeins eftir að veiða smá slatta.

Babic svipti sig lífi

Milan Babic, fyrrverandi leiðtogi Króatíu-Serba, svipti sig lífi í morgun. Babic var í fangelsi í Haag í Hollandi en stríðsglæpadómstóllinn þar í borg hafði sakfellt hann fyrir glæpi gegn mannkyninu og dæmt hann í 13 ára fangelsi.

Ökumaður fékk aðsvif og velti bíl sínum

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um útafakstur og bílveltu á Hellisheiði um klukkan átta í morgun. Talið er að ökumaður bílsins hafi fengið aðsvif en bíll hans hafnaði utan vegar á Hellisheiði austan við Smiðjulaut.

Hverfagæsla áfram á Seltjarnarnsei

Hverfagæsla mun halda áfram á Seltjarnarnesi en samningur þess efnis hefur verið endurnýjaður milli bæjarins og öryggisgælsyfyrirtækisins Securitas. Verkefnið hófst í október síðastliðinn en markmið þess er að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum.

Helst illa á ráðherrum

Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili.

Ákveðið í dag hvort Öryggisráð SÞ tekur á málinu

Alþjóða kjarnorkumálastofnunin ákveður í dag hvort kjarnorkuþróun Írana verður vísað fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn Írans hótar enn frekari auðgun úrans ef ákveðið verður að vísa málinu fyrir ráðið. Mohamed El Baradei, yfirmaður stofnunarinnar, segist gera sér vonir um að hægt verði að semja við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra áður en vikan er úti.

Ungur drengur brenndist á fæti á Nesjavöllum

Tólf ára drengur brenndist á fæti þegar hann steig í hver við Nesjavelli á laugardaginn. Drengurinn var á göngu með föður sínum er fótur hans fót niðurúr gróðurþekju og heitan hver sem var þar undir og hlaut hann brunasár upp að ökla. Sjúkralið og lögregla komu til móts við feðgana að Nesbúð þar sem drengurinn hlaut aðhlynningu. Enn er ekki vitað hversu alvarlegur bruninn var.

Lítill þorskstofn í Barentshafi

Allt bendir til að þorskstofninn í Barentshafi sé minni en vonir stóðu til. Í frétt á heimasíðu Inter seafood kemur fram að rússneskir og norskir leiðangrar í haust og vetur bendi til að svo sé. Norski leiðangursstjórinn Asgeir Aglen telur að það vanti sterkan nýliðunarárgang þorsks til að bera uppi stofninn á komandi árum.

Óvenju mikið um hraðakstur miðað við árstíma

Alls voru 22 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akranesi í nýliðinni viku en það er óvenju mikið. Í janúar og febrúar í ár hafa 122 ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur en á sama tíma fyrir ári voru 51ökumaður kærður og 49 árið 2004.

Mótmæla styttingu stúdentsprófs á morgun

Framhaldsskólanemar ætla að koma saman á Austurvelli á miðvikudags morgun, til að mótmæla áformum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, um að stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár.

Gistinóttum í janúar heldur áfram að fjölga

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um tæp 13% í janúar frá því á síðasta ári. Alls voru gistinætur í janúar 40.600 en 36.000 í sama mánuði árið 2005. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum, vesturlandi og Vestfjörðum eða úr 2500 gistinóttum í 4.500 sem er 80% aukning milli ára.

Tvær nýjar GSM stöðvar á Akureyri

Og Vodafone hefur nú tekið í nokun tvær nýjar GSM stöðvar á Akureyri en þær eiga að efla enn frekar GSM samband viðskiptavina Og Vodafone á Akureyri. Stöðvarnar eru staðsettar við Sörlagötu og Glerártorg og eiga því að stuðla að betra sambandi í næsta nágrenni. Þá er ætlunin að fjölga GSM stöðvum enn frekar á Akureyri á næstu mánuðum.

Amnesty segir fanga í Írak ekki fá rétta meðferð

Mörg þúsund föngum í haldi alþjóðaherliðsins í Írak er enn neitað um grundvallar réttindi að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna þar sem segir að þúsundir Íraka séu í haldi herliðsins án þess að þeim sé birt ákæra. Amensty byggir niðurstöður sínar á viðtölum við fanga sem hafa verið látnir lausir.

Enga lifandi fugla frá meginlandi Kína til Hong Kong

Kínverjar hafa hætt sölu á lifandi fuglum til Hong Kong í þrjár vikur. Þetta var gert eftir að kínverska heilbrigðisráðuneytið greindi frá því að maður hefði látist af völdum H5N1 afbrigðis fuglaflensu í Guangdong-héraði í Kína. Þar með hafa níu látist þar í landi af völdum flensunnar en fimmtán sýkst.

H5N1 í Póllandi

Tveir dauðir svanir sem fundust í Norður-Póllandi á dögunum voru sýktir af hinu hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensu. Pólskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun og hefur eftir starfsmönnum rannsóknarstofu sem greindu sýni úr fuglunum.

Dönsku bankarnir verða að auka umsvif sín

Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans segir að dönsku bankarnir verði að auka umsvif sín á sviði verðbréfaviðskipta og eignaumsýslu, eins og íslensku bankarnir geri, ef þeir vilji standa sig á alþjóðavettvangi.

Bíllinn í klessu

Bíleiganda í Vogum á Vatnsleysuströnd brá heldur í brún þegar hann ætlaði að vitja bíls síns í gærkvöldi, því hann reyndist allur lurkum laminn í orðsins fyllstu merkingu. Árásarmaðurinn eða mennirnir, hafa annaðhvort notað barefli eða sparkað í bílinn og dældað hann allan hringinn og auk þess farið upp á hann og dældað hann með stappi. Bíllinn er stórskemmdur, en skemmdarvargarnir eru ófundnir.

Reyndi af stinga af lögregluna

Maður, sem ætlaði að stinga lögregluna af í nótt, missti stjórn á bíl sínum á mótum Skúlagötu og Ingólfsstrætis og hafnaði á vegg Seðlabankans. Ástæða þess að lögregla vildi hafa tal af maninum var að bílnum hafði verið stolið af bílasölu fyrir nokkrum dögum og það var líka ástæða þess að hann vildi ekki tala við lögregluna og reyndi að stinga af. Maðurinn slapp lítið meiddur en hann er auk þjófnaðarins grunaður um að hafa ekið undir áhrifum einhverskonar lyfja.

3 loðnuskip leita enn að loðnu

Aðeins þrjú loðnuskip eru enn að leita loðnu og eru þau öll inni á Breiðafirði, þar sem loðnan hrygnir og drepst. Önnur skip eru ýmist búin með kvóta sína eða hætt veiðum vegna lítillar veiði upp á síðkastið.

Hópakstur gegn hraðakstri

Fjöldi ökumanna úr mörgum samtökum bíla- og vélhjólaeigenda, tók þátt í hópakstri úr miðborginni upp í Ártúnshverfi og til baka í gærkvöldi, til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum upp á síðkastið.

Deilt um hlutfall meðafla

Frystitogarinn Venus, sem er í eigu HB Granda er enn í höfn í Tromsö í Noregi, eftir að norska strandgæslan tók togarann vegna meintra ólöglegra veiða og færði hann til hafnar í gærmorgun.

Síðasti bærinn hreppti ekki hnossið

Íslenska stuttmyndin Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson hreppti ekki hnossið á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Engin ein mynd sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Fjórar myndir fengu þrenn verðlaun og engin fleiri styttur en það. Öllum að óvöru var myndin Crash valin sú besta á síðasta ári.

Árni Magnússon í Íslandsbanka

Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur ákveðið að láta af störfum og ráða sig til starfa hjá Íslandsbanka þar sem hann verður forstöðumaður á fjárfestinga- og alþjóðasviði.

Gæslan gerir betur en herinn

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að þegar hún taki yfir verkefni þyrlubjörgunarsveitar hersins fái herinn betri þjónustu en hann veitir sjálfum sér í dag. Viðbragðstími herþyrlna er einn og hálfur tími um helgar en hálftími hjá gæsluþyrlum - þegar þær eru í lagi.

Jónínubréf á Netið

Tölvupóstur, sem virðist innihalda afar viðkvæm og persónuleg einkabréf á milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, hefur verið settur á bloggsíðu sem hýst er í Bandaríkjunum. Lögmaður Jónínu segir málið verða kært til lögreglu, en slóð þessara bréfa verði væntanlega hægt að rekja til þeirra sem létu Fréttablaðinu í té tölvupóst sömu aðila.

Ísinn á Suðurskautslandinu bráðnar hratt

Íshellan á Suðurskautslandinu hefur minnkað umtalsvert vegna bráðnunar á síðastliðnum árum, þvert á fyrri spár vísindamanna. Merkjanleg hækkun hefur orðið á yfirborði heimshafanna beinlínis af þessum völdum.

Strætóferðir líklegar til Árborgar og Reykjanesbæjar

Framkvæmdastjóri Strætós telur mjög líklegt að komið verði á reglubundnum strætóferðum milli höfuðborgarsvæðisins og Árborgar og Reykjanesbæjar. Sams konar ferðir til og frá Akranesi hafa gengið mun betur en búist hafði verið við.

Matarbirgðir SÞ í Kenía senn á þrotum

Matarbirgðir Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Kenía eru senn á þrotum. Þrjár komma fimm milljónir Keníumanna reiða sig alfarið á stofnunina en miklir þurrkar hafa gert það að verkum að uppskera í landinu hefur brugðist aftur og aftur.

Gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar

Annar mannanna sem handteknir voru vegna hnífsstunguárásar á mann á skemmtistaðnum Gauki á Stöng í fyrrinótt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta föstudags.

Vélsleðamanni haldið sofandi á gjörgæsludeild

Manninum sem slasaðist er hann ók vélsleða sínum fram af snjóhengju á Langjökli í gær er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans í Fossvogi, að sögn vakthafandi sérfræðings.

Mannabreytingar í ríkisstjórn Íslands

Mannabreytingar eru í uppsiglingu í ráðherraliði Framsóknarflokksins en þær verða kynntar eftir þingflokksfund í dag. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum NFS verður nýr ráðherrar skipaður í embætti en einnig verða einhverjir ráðherrar færðir til.

Íslendingar fjárfestu jafnmikið og Bretar í Danmörku

Íslendingar fjárfestu jafnmikið og Bretar í Danmörku árið 2004 en þessar tvær þjóðir vermdu toppsætin í kaupgleði á dönskum fyrirtækjum. Í Kaupmannahafnarpóstinum er greint frá því að árið 2004 hafi íslensk fyrirtæki fjárfest fyrir 6,2 milljarða danskra króna í Danmörku, eða um 60 milljarða íslenskra króna, sem er nánast sama upphæð og Bretar fjárfestu fyrir.

Einnig ákvörðun um tilvist álversins í Straumsvík

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Lúðvík Geirsson, segir að ákvörðun um hugsanlega stækkun Alcan sé jafnframt ákvörðun um það hvort álver verði til frambúðar í Straumsvík eða ekki. Forsætisráðherra sagði í fréttum NFS í fyrradag að forsvarsmenn Alcan hefðu skýrt ríkisstjórninni frá því að ef álverið fengist ekki endurbætt eða stækkað, þá yrði því lokað á næsta áratug.

Herirnir sagðir á heimleið

Innan árs verða allar breskar og bandarískar hersveitir kallaðar heim frá Írak að því er breska blaðið Sunday Telegraph hermir. Sveitirnar eru sagðar vera helsta ljónið á vegi til friðar í landinu.

Ræddi um kjarnorku og lék krikket

Asíuheimsókn George Bush Bandaríkjaforseta er lokið en hann hélt heim frá Pakistan í gær. Bush ræddi kjarnorkumál við pakistanskan starfsbróður sinn og lék krikket við heimamenn.

Lögreglan hyggst leita eftir samstarfi vegna grófra árása

Lögreglan hyggst leita eftir samstarfi við rekstraraðila veitingastaða í borginni til að reyna að sporna betur við vopnuðum árásum og öðru grófu ofbeldi á og við veitingastaði. Tveir menn urðu fyrir hnífsstungum um helgina og eru fimm í haldi vegna árásanna.

TF SIF vonandi í gagnið á morgun

Vonast er til þess að þyrla gæslunnar TF SIF komist í gagnið á morgun. Fjöldi ferðamanna er á ferð um helgina. Viðbragðstími Varnarliðsþyrlanna er einn og hálfur tími um helgar en hálftími hjá gæslunni - þegar þyrlurnar eru í lagi.

Sjá næstu 50 fréttir