Innlent

Einnig ákvörðun um tilvist álversins í Straumsvík

MYND/Vísir

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Lúðvík Geirsson, segir að ákvörðun um hugsanlega stækkun Alcan sé jafnframt ákvörðun um það hvort álver verði til frambúðar í Straumsvík eða ekki. Forsætisráðherra sagði í fréttum NFS í fyrradag að forsvarsmenn Alcan hefðu skýrt ríkisstjórninni frá því að ef álverið fengist ekki endurbætt eða stækkað, þá yrði því lokað á næsta áratug. Lúðvík segir engan hafa rætt þetta við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og því geti hann ekki tjáð sig beint um þessar fregnir. Þó liggi fyrir að ef engar endurbætur eða stækkun verði gerð á álverinu, þá muni það úreldast með tímanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×