Fleiri fréttir

Á fimmta tug liggur í valnum

46 skæruliðar hafa fallið í átökum við pakistanska stjórnarherinn rétt við afgönsku landamærin undanfarna tvo daga.

Önnur hnífsstunga í miðborginni í nótt

Ungur maður var stunginn með hnífi fyrir framan skemmtistaðinn Glaumbar við Tryggvagötu um hálf sexleytið í morgun. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans og liggur nú á gæsludeild. Þetta er önnur hnífsstungan í miðborg Reykjavíkur um helgina en í fyrrinótt var ungur maður stunginn inni á skemmtistaðnum Gauki á Stöng.

Zawahri hvetur enn til hryðjuverka

Í hljóðupptöku sem birt var á internetinu í gær hvetur Ayman al-Zawahri, næstráðandi al-Kaída hryðjuverkanetsins, múslíma til fremja hryðjuverk á Vesturlöndum sem aldrei fyrr.

Slökkviliðsmenn og launanefnd semja

Skrifað var undir samninga í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna klukkan fimm í nótt eftir um sextán tíma samningafund. Samningurinn er til þriggja ára og er sambærilegur þeim samningum sem launanefnd sveitarfélaganna hefur gert við aðra hópa.

Fuglaflensa í sjötta ríkinu í Þýskalandi

Fuglaflensa hefur nú greinst í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi, en þetta er sjötta ríkið í Þýskalandi þar sem hin banvæna veira greinist. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni neytendamála í ríkinu að staðfest hafi verið að grágæs sem fannst á sunnudag hafi verið með H5N1-stofn fuglaflensunnar, en hvergi er að finna meira af alifuglum í Þýskalandi en í Neðra-Saxlandi.

Landshlutapólitík í orkumálum bitnar á Suðurnesjamönnum

Landshlutapólitík í orkumálum hefur skaðað Suðurnes, að mati forstjóra Hitaveitu Suðurnesja, Júlíusar Jónssonar, sem segir stjórnvöld hindra orkuöflunaráform fyrirtæksins á Reykjanesskaga. Hann telur Hitaveituna geta útvegað nægilega orku til að álver í Helguvík geti hafið starfsemi á árunum 2010-2011, eða um svipað leyti og álver á Húsavík.

Hvorug þyrlan til taks

Hvorug þyrla Landhelgisgæslunnar var til taks í dag þegar sækja þurfti slasaðan mann á Langjökul á sama tíma og tilkynning barst um strand við Reykjavík. Herþyrla sótti manninn á Langjökul en utan skrifstofutíma er viðbragðstími hennar tvöfalt lengri en gæslunnar. Björgunarsveitarmenn segja ástandið óviðunandi.

Stríð í Straumi-Burðarási

Átök eru í uppsiglingu í eigendahópi Straums-Burðaráss eftir að varaformanninum Magnúsi Kristinssyni var velt úr sessi í gærkvöldi. Magnús kallar þetta ruddalegan yfirgang "stráksins" Björgólfs Thors Björgólfssonar og mun krefjast hluthafafundar og uppgjörs.

Hlýr sjór umhverfis Ísland

Hafið umhverfis Ísland hefur hlýnað á ný eftir skammvinnt kuldakast í kjölfar hafíss í fyrra. Bæði hiti og selta sjávar eru nú yfir meðallagi.

Framtíðarstörf auglýst í álveri Fjarðaáls

Mannaráðningar til álversins í Reyðarfirði fara á fullt nú um helgina og verða hartnær fjögurhundruð starfsmenn ráðnir á næstu tólf mánuðum. Flutningsstyrkir verða í boði fyrir þá sem vilja flytjast á milli landshluta.

Geimstöðvar á tunglinu í bígerð

Bandaríska geimferðastofnunin áformar að reisa geimstöð á tunglinu þar sem geimfarar geta dvalið vikum og jafnvel mánuðum saman. Vísindamenn vonast til að ný jarðvegssýni frá tunglinu geti varpað ljósi á hvernig jörðin varð til.

Ísraelskir arabar mótmæla

Mikill kurr er á meðal araba sem búsettir eru í Ísrael eftir að flugeldar voru sprengdir í Boðunarkirkjunni í Nasaret, einum helgasta stað kristinna manna.

Maður sem stunginn var kominn úr lífshættu

Maðurinn, sem var stunginn tvívegis í bakið á veitingastaðnum Gauki á Stöng í nótt, er úr lífshættu en hann hlaut mjög hættulega áverka á brjótsholi að sögn vakthafandi læknis. Líðan hans er eftir atvikum en hann er nú kominn af gjörgæsludeild á legudeild.

Talabani styður ekki al-Jaafari

Stjórnarmyndunarviðræðurnar í Írak flæktust enn í dag þegar Jalal Talabani forseti lýsti því yfir að hann styddi ekki lengur Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra til áframhaldandi setu.

Kvarta undan seinagangi í kjaraviðræðum

Starfsmannafélag Reykjavíkur lýsir vanþóknun sinni á seinagangi Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf. við gerð nýrra kjarasamninga við félagið.

Vélsleðamaður á gjörgæslu en ekki í lífshættu

Vélsleðamaðurinn sem slasaðist á austanverðum Geitlandsjökli á Langjökli um hádegisbil í dag liggur nú á gjörgæsludeild. Hann er talsvert alvarlega slasaður og en ekki í lífshættu að sögn vakthafandi læknis.

Sverrir Magnús skírður í Osló

Norski prinsinn Sverrir Magnús var skírður í kapellunni í konungshöllinni í Osló í dag, þriggja mánaða gamall. Það var amman hans, Sonja drottning, sem hélt á honum undir skírn en hann lét vel í sér heyra undir skírninni og gerði sitt besta til að yfirgnæfa Ole Christian Kvarme, biskup í Osló, sem skírði hann.

Ljósmæður greiða atkvæði um nýjan kjarasamning

Ljósmæður í heimaþjónustu koma saman nú klukkan fjögur þar sem kynntur verður kjarasamningur Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar heilbrigðisráðuneytisins sem undirritaður var í gær. Jafnframt greiða ljósmæður um hann atkvæði.

Prófkjör hjá framsóknarmönnum á Austurlandi

Prófkjör er haldið í dag á vegum Framsóknarflokksins í fjórum sveitarfélögum sem munu sameinast við sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Þetta eru Fjarðabyggð, Austurbyggð, Mjóafjarðarhreppur og Fáskrúðsfjarðarhreppur.

Komið með slasaðan vélsleðamann til Reykjavíkur

Þyrla varnarliðsins lenti klukkan þrjú við Landspítalann í Fossvogi með slasaðan vélsleðamann sem hún sótti á suðvestanverðan Langjökul. Maðurinn hrapaði um 40 metra fram af snjóhengju og er hann illa haldinn og grunur um innvortis meiðsl og áverka á hrygg.

Tilkynnt um strandaðan bát við Jörundarboða

Bátar frá björgunarsveitum í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi voru kallaðir út í dag vegna tilkynningar um að bátur hefði strandað við Jörundarboða sem er vestur af Lönguskerjum í Skerjafirði.

Þyrla varnarliðsins sækir slasaðan vélsleðamann

Þyrla varnarliðsins er nú á leið á suðvestanverðan Langjökul til að sækja alvarlega slasaðan vélsleðamann. Talið er að maðurinn hafi hrapað um 40 metra fram af hengju og er hann illa haldinn og grunur um innvortis meiðsl og áverka á hrygg. Flugvél Flugmálastjórnar mun einnig vera á leið á slysstað til þess að halda uppi samskiptum þar en það var til happs að björgunarsveitarmenn eru meðal fjölmenns hóps sem er á jöklinum.

Bush fundaði með Musharraf

George Bush heimsótti í dag einn sinn helsta bandamann í Mið-Asíu, Pervez Musharraf, forseta Pakistans, og var baráttan gegn hryðjuverkum þeirra aðalumræðuefni

Rice segir efnahagsþvinganir ólíklegar

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ólíklegt að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna grípi strax til refsiaðgerða gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra.

Farice tekur varaleið í notkun í Bretlandi

Farice á Íslandi hefur tekið í notkun varaleið til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari bilanir á Farice-strengnum í Skotlandi. Strengurinn hefur bilað sautján sinnum á síðustu tveimur árum með þeim afleiðingum að hægt hefur mjög á netsambandi við útlönd.

Guð dæmi hvort rétt hafi verið að ráðast inn í Írak

Ummæli Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, um að "Guð myndi dæma um hvort rétt hafi verið að ráðast inn í Írak" hafa vakið athygli og furðu. Blair lét þessi orð falla í viðtali sem sjónvarpað verður í kvöld þar sem hann viðurkenndi einnig að áhugi hans á stjórnmálum hefði kviknað vegna trúarsannfæringar sinnar.

Vonar að ekki komi til verkfalls

Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vonar að ekki komi til verkfalls hjá stéttinni síðar í mánuðinum. Deiluaðilar sátu á maraþonfundi í gær og nótt sem gefur ákveðnar vonir um að sátt náist í deilunni á næstunni.

Tveggja manna leitað vegna hnífsstunguárásarinnar

Tveggja manna er leitað vegna hnífsstunguárásarinnar í miðborg Reykjavíkur í nótt. Rúmlega tvítugur karlmaður var þar stunginn tvisvar í bakið og er talið hugsanlegt að annað lunga hans hafi fallið saman.

Gætu hafið starfsemi um svipað leyti og álver á Húsavík

Hitaveita Suðurnesja telur sig geta útvegað nægilega orku til álvers í Helguvík til að það geti hafið starfsemi um svipað leyti og álver á Húsavík. Forstjóri Hitaveitunnar, Júlíus Jónsson, telur hins vegar að það geti verið skynsamlegt að fresta framkvæmdum þar sem öll uppbygging verði dýrari á þenslutímum.

Nöfn Guantanamo-fanga loksins birt

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur í fyrsta sinn birt nöfn og þjóðerni þorra fanganna sem eru í haldi í Guantanamo-búðunum á Kúbu. Vonast er til að þar með geti farið fram sjálfstætt mat hvort þeir séu eins hættulegir og Bandaríkjastjórn heldur fram.

Opið í Hlíðarfjalli í dag

Opið er í Hlíðarfjalli í dag frá kl. 10-17. Þar er 6 stifra frost, nánast logn og léttskýjað að því er forstöðumaður skíðasvæðisins segir. Flestar lyftur eru opnar.

Hróður verður Týr

Arftaka bolans Elds í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið fundið nýtt nafn og heitir hann nú Týr. Þetta varð ljóst eftir símakosningu í gærkvöld þar sem valið stóð á milli þriggja nafna, Týs, Elds og Hróðurs, en kálfinum hafði áður verið valið síðastnefnda nafnið.

Jowell hyggst skilja við eiginmann sinn

Tessa Jowell, menningarmálaráðherra Bretlands, ætlar að skilja við eiginmann sinn David Mills en ítalskir saksóknarar sökuðu hann á dögunum um að hafa þegið mútur frá Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.

Búrhvalir nota vélarhljóð við ætisleit

Hvalir eru skynugar skepnur eins og ný rannsókn vísindamanna við Alaska-háskóla sýnir. Þeir komust að því að búrhvalir sem svamla úti fyrir ströndum ríkisins hafa þróað með sér hæfileika til að hlusta eftir vélarhljóði fiskiskipa á svæðinu.

Stunginn með hnífi á Gauki á Stöng

Maður um tvítugt var stunginn með hnífi á veitingastaðnum Gauki á Stöng í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Að sögn lögreglu virtist maðurinn ekki alvarlega slasaður en hann hlaut tvö stungusár á baki. Hann er nú til rannsóknar á slysadeild Landspítalans.

Sjá næstu 50 fréttir