Innlent

Bíllinn í klessu

Bíleiganda í Vogum á Vatnsleysuströnd brá heldur í brún þegar hann ætlaði að vitja bíls síns í gærkvöldi, því hann reyndist allur lurkum laminn í orðsins fyllstu merkingu. Árásarmaðurinn eða mennirnir, hafa annaðhvort notað barefli eða sparkað í bílinn og dældað hann allan hringinn og auk þess farið upp á hann og dældað hann með stappi. Bíllinn er stórskemmdur, en skemmdarvargarnir eru ófundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×