Innlent

Lítill þorskstofn í Barentshafi

Mynd/Vilhelm

Allt bendir til að þorskstofninn í Barentshafi sé minni en vonir stóðu til. Í frétt á heimasíðu Inter seafood kemur fram að rússneskir og norskir leiðangrar í haust og vetur bendi til að svo sé. Norski leiðangursstjórinn Asgeir Aglen telur að það vanti sterkan nýliðunarárgang þorsks til að bera uppi stofninn á komandi árum. Norska strandgæslan vill meina að þorskurinn hafi verið ofveiddur, einkum með ólöglegum veiðum sem erfitt hefur reynst að takmarka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×