Innlent

Reyndi af stinga af lögregluna

Maður, sem ætlaði að stinga lögregluna af í nótt, missti stjórn á bíl sínum á mótum Skúlagötu og Ingólfsstrætis og hafnaði á vegg Seðlabankans. Ástæða þess að lögregla vildi hafa tal af maninum var að bílnum hafði verið stolið af bílasölu fyrir nokkrum dögum og það var líka ástæða þess að hann vildi ekki tala við lögregluna og reyndi að stinga af. Maðurinn slapp lítið meiddur en hann er auk þjófnaðarins grunaður um að hafa ekið undir áhrifum einhverskonar lyfja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×