Innlent

Hópakstur gegn hraðakstri

Fjöldi ökumanna úr mörgum samtökum bíla- og vélhjólaeigenda, tók þátt í hópakstri úr miðborginni upp í Ártúnshverfi og til baka í gærkvöldi, til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum upp á síðkastið. Meðal annars var ekið um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar, þar sem ung kona beið bana í umferðarslysi í síðustu viku og kveiktu margir þáttakendur á kertum til að minnast hinna látnu. Hraðakstur virðist færast mjög í vöxt og þannig kærði lögreglan á Selfossi 340 ökumenn fyrir of hraðann akstur fyrstu tvo mánuði ársins, en á sama tímabili í fyrra voru aðeins 103 kærðir. Þá stöðvaði Kópavogslögreglan sex ökumann í nótt vegna hraðaksturs og mælsist einn þeirra á 130 kílómetra hraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×