Innlent

Íslenskur togari grunaður um brot á norskum fiskveiðilögum

MYND/Jón Sigurðsson

Frystitogarinn Venus var tekinn til hafnar í Noregi í gær vegna gruns um brot á norskum fiskveiðilögum. Verið er að rannsaka málið en áhöfnin telur sig ekki hafa haft rangt við. Venus HF-519 var við þorskveiðar á Barentshafi í gærkvöld þegar norska strandgæslan fékk að fara um borð í reglubundnu eftirliti. Að sögn Eggerts B. Guðmundssonar, forstjóra HB Granda sem gerir Venus út, sýndist Norðmönnunum að áhöfn skipsins hafi gerst brotleg á reglum um meðalaflaveiðar. Þegar skip eru komin yfir ákveðið magn meðalafla þurfa þau að færa sig ákveðna vegalengd áður en veitt er meira. Skipið og áhöfn eru nú í Tromsö þar sem verið er að fara yfir gögn en að sögn Eggerts ætti málið að skýrast betur síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×