Innlent

Gæslan gerir betur en herinn

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að þegar hún taki yfir verkefni þyrlubjörgunarsveitar hersins fái herinn betri þjónustu en hann veitir sjálfum sér í dag. Viðbragðstími herþyrlna er einn og hálfur tími um helgar en hálftími hjá gæsluþyrlum - þegar þær eru í lagi.

Björgunarsveitarmenn undrast langan viðbragsðtíma björgunarþyrlna hersins en um helgar þarf herinn einn og hálfan tíma til að koma þyrlum á loft. Á sama tíma eru báðar þyrlur gæslunnar úr leik - TF LÍF í stórri skoðun og TF SIF biluð. Georg Lárusson, forstjóri gæslunnar segir að vonir standi til þess að SIF komist í gagni á morgun og að TF LIF verði komin úr stórri skoðun um miðjan mánuðinn.



Langur viðbragðstími herþyrlna vekur spurningar um hvernig gæslan geti sinn björgunarverkefnum fyrir herinn - eins og boðið er í viðræðum um framtíð varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Georg segir að gæslan hafi kannað kröfur hersins og geti sinn þeim öllum með réttum tækjakosti. Herinn geri kröfur um að tvær þyrlur geti farið í allt að 220 mílna flug og tekið um borð tvo menn. Gæslan muni geta sinn þessu og á mun skemmri viðbragðstíma en herinn hefur í dag. Gæsluþyrlur eru komnar á loft á 20 til 30 mínútum en herþyrlurnar þurfa klukkustund virka daga - einn og hálfan klukkutíma um kvöld og helgar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×