Innlent

TF SIF vonandi í gagnið á morgun

MYND/Vilhelm

Vonast er til þess að þyrla gæslunnar TF SIF komist í gagnið á morgun. Fjöldi ferðamanna er á ferð um helgina. Viðbragðstími Varnarliðsþyrlanna er einn og hálfur tími um helgar en hálftími hjá gæslunni - þegar þyrlurnar eru í lagi.

Þó stóðu vonir til þess að TF SiF væri komin í lag fyrir helgi - en það tókst ekki þar sem rangur varahlutur barst til landsins. En samkvæmt upplýsingum gæslunnar er vonast til þess að TF SIF komist í gagnið á morgun og að TF LIF verði komin úr stórri skoðun um miðjan mánuðinn.

Björgunarsveitarmenn gagnrýna ástandið sérstaklega nú þegar fjöldi manna er á faraldsfæti á jöklum og á öðrum hálendisstöðum þar sem hættur leynast. Þó að gott sé að geta fengið herþyrlurnar í brýn verkefni sé útkallstími þeirra of langur. Virka daga tekur um klukkustund að koma herþyrlunum í loftið en um helgar er ekki skemmri viðbragðstíma en einum og hálfum tíma lofað. Gæsluþyrlurnar eru yfirleitt komnar á loft hálftíma eftir útkall. Þessi klukkustundarmunur getur skipt sköpum - ekki síst þegar sækja þarf slasaða menn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×