Innlent

Óvenju mikið um hraðakstur miðað við árstíma

Mynd/GVA

Alls voru 22 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akranesi í nýliðinni viku en það er óvenju mikið. Í janúar og febrúar í ár hafa 122 ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur en á sama tíma fyrir ári voru 51 ökumaður kærður og 49 árið 2004. Líklegt þykir að gott tíðarfar og árverkni lögreglumanna eigi stóran þátt í þessari miklu aukningu, en auk þess gerir nýr búnarður til hraðamælinga vinnuna mun skilvirknari.

Lögreglan stöðvaði einnig vinnu þriggja útlendinga í síðustu viku en atvinnuleyfi ein þeirra hafði verið aftur kallað og atvinnuleifi hinnar var runnið út.

Þá var lögð fram ákæra vegna líkamsárásar nú um helgina en ungur maður réðst að öðrum og gaf honum kjaftshögg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×