Innlent

Gistinóttum í janúar heldur áfram að fjölga

Mynd/Stefán

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um tæp 13% í janúar frá því á síðasta ári. Alls voru gistinætur í janúar 40.600 en 36.000 í sama mánuði árið 2005. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum, vesturlandi og Vestfjörðum eða úr 2500 gistinóttum í 4.500 sem er 80% aukning milli ára. Samdráttur var í gistinóttum á Suðurlandi en þar fækkaði gistinóttum um 500 talsins sem er 17% samdráttur milli ára. Alls voru 64 hótel opin í janúar um allt land en 66 í fyrra. Samdrátturinn á Suðurlandi sér meðal annars skýringar í framboði en í ár voru 11 hótel opin í janúar á Suðurlandi miðað við 13 hótel í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×