Innlent

Hverfagæsla áfram á Seltjarnarnsei

Hverfagæsla mun halda áfram á Seltjarnarnesi en samningur þess efnis hefur verið endurnýjaður milli bæjarins og öryggisgælsyfyrirtækisins Securitas. Verkefnið hófst í október síðastliðinn en markmið þess er að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum. Engin innbrot hafa verið skáð í bæjarfélaginu frá upphafi hverfagæslunnar og nýleg viðhorfskönnun Gallup sýndi einnig að mikill meirihluti íbúa bæjarfélagsins telur æskilegt að framhald verði á hverfagæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×