Fleiri fréttir Tveir létust í umferðarslysi Tveir biðu bana og einn slasaðist alvarlega í árekstri inn undir Hallormsstað síðdegis í dag. Það voru fólksbíll og flutningabíll sem rákust saman seinni partinn í dag með þeim afleiðingum að tveir farþegar í fólksbílnum biðu bana. Ökumaðurinn slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. 9.8.2005 00:01 Gleymdi eiginkonunni Makedónskur maður skildi eiginkonu sína eftir á ítalskri vegamiðstöð og uppgötvaði ekki að hann hefði ekið af stað án hennar fyrr en sex klukkustundum síðar. 9.8.2005 00:01 Margir hætta við líknardráp Einn af hverjum átta fullorðnum sjúklingum í Hollandi sem sótt höfðu um að fá aðstoð við að binda enda á eigið líf ákvað að láta ekki verða af því. Þetta kemur fram í nýrri könnun á líknardráp í Hollandi, sem var fyrsta landið til þess að lögleiða líknardráp fyrir fólk sem liggur fyrir dauðanum. 9.8.2005 00:01 Maður í sjónum Umtalsvert lið lögreglu- og björgunarmanna var kallað að Sörlaskjóli í Reykjavík laust fyrir klukkan hálftólf á mánudagskvöld eftir að tilkynnt var um mann sem þar stóð í mittishæð í flæðarmálinu. 9.8.2005 00:01 Mótmælendum veitt eftirför Mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði var veitt eftirför lögreglu eftir að þeir yfirgáfu Vað í Skriðdal í fyrrakvöld að sögn Birgittu Jónsdóttur talsmanns mótmælenda í Reykjavík. 9.8.2005 00:01 Mótmælendur komnir til Reykjavíkur Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði eru nú flestir komnir til Reykjavíkur að sögn Birgittu Jónsdóttur, talsmanns mótmælenda í Reykjavík. 9.8.2005 00:01 Varað við hættulegum merkjablysum Sprengjudelild Landhelgisgæslunnar varar fólk við að eiga við merkjablys eða svokallaða markera ef það gengur fram á slíkt. Á undanförnum vikum hafa sprengjudeildinni borist tilkynningar um slík blys og þau fundist víða á Snæfellsnesi og á Reykjanesi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 9.8.2005 00:01 Taugatitringur við komu Discovery Fljúgandi múrsteinn kom eldglóandi í gegnum gufuhvolfið um hádegisbilið í dag. Þar var geimferjan Discovery á heimleið sem olli vægast sagt töluverðum taugatitringi, bæði meðal áhafnarinnar og stjórnenda NASA. 9.8.2005 00:01 R-listasamstarf hangir á bláþræði Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf. 9.8.2005 00:01 Aðeins óljóst með sjálfstæðismenn Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. 9.8.2005 00:01 Veitt sé inni á hvalaskoðunarsvæði Hvalaskoðunarskipið Hafsúlan sigldi nýlega fram á hvalshræ nálægt innsiglingunni í Reykjavíkurhöfn. Framkvæmdastjóri Hafsúlunnar segir vísindaveiðarnar komnar inn á svæði hvalaskoðunarskipanna gegn loforðum stjórnvalda. 9.8.2005 00:01 Sjóliðum fagnað við heimkomu Þeim var fagnað sem hetjum, sjóliðunum sem komu aftur til síns heima í dag. Sjö rússneskir sjóliðar, sem voru fastir í smákafbát á hafsbotni voru heiðraðir, og Bretarnir sem björguðu þeim líka. 9.8.2005 00:01 Öryggissjónarmið ráði banni Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós. 9.8.2005 00:01 Styður Menningarnótt næstu þrjú ár Landsbankinn er orðinn máttarstólpi Menningarnætur en bankinn ætlar að styrkja næstu þrjá viðburði um 7 milljónir króna og var samningur þess efnis undirritaður í dag á tilfinningatorginu í miðbæ Reykjavíkur. Ekkert skorti á tilfinningarnar á milli borgarstjóra og formanns bankaráðs Landsbankans. 9.8.2005 00:01 Lappað upp á Laugardalslaug Það koma margir argir sundmenn frá Laugardalslauginni þessa dagana. Þeir fá ekki sundsprettinn sinn, því laugin er lokuð til þrettánda ágúst vegna viðhalds. Það á sér þó sínar skýringar að laugin sé lokað á þessum árstíma. 9.8.2005 00:01 Kjarnorkuárása minnst í kvöld 60 ár eru liðin frá árásunum á Hiroshima og Nagasaki í Japan en hörmulegra afleiðinga þeirra gætir enn þann dag í dag. Í tilefni dagsins verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn klukkan hálfellefu í kvöld en það hefur verið gert á þessum degi á Íslandi síðastliðin tuttugu ár. 9.8.2005 00:01 Sjóstangveiðimenn gætu þurft kvóta Sjávarútvegsráðuneytið hefur haft í skoðun hvort fyrirtækið Fjord Fishing, sem hyggst bjóða ferðamönnum í sjóstangaveiði út af Vestfjörðum, þurfi kvóta. 9.8.2005 00:01 Hrekkur 15 ára pilts í Smáralind Rannsókn lögreglunnar í Kópavogi leiddi hana á slóð fimmtán ára pilts sem hefur viðurkennt að hafa hringt í unga drengi í símasjálfsala utan við Smáralind síðastliðinn föstudag og viðhaft dónalegt orðbragð. 9.8.2005 00:01 Enski boltinn í loftið á föstudag Enski boltinn ætlar að sýna að minnsta kosti 340 leiki beint á keppnistímabilinu og geta áhorfendur valið á milli allt að fimm leikja samtímis um helgar. Stöðin fer í loftið föstudaginn 12. ágúst en keppnistímabilið hefst nú um helgina. Eingöngu verða sýndir enskir leikir eða þættir sem fjalla um þá. 9.8.2005 00:01 Varað við merkjablysum Landhelgisgæslan hefur fengið tilkynningar um merkjablys víða á Snæfellsnesi og Reykjanesi. Blysin eru mikið notuð af herjum og björgunaraðilum til sjós og innihalda fosfór, sem brennur hratt og gefur frá sér eitraðan reyk. Bruni getur hafist með sjálfsíkveikju, jafnvel þótt um notað blys sé að ræða. 9.8.2005 00:01 Banaslys við Hallormsstaðaskóg Karl og kona um fimmtugt létust og kona slasaðist alvarlega í hörðum árekstri fólksbíls og vöruflutningabíls við Hallormsstaðaskóg á fimmta tímanum í gær. Þrír voru í fólksbílnum og létust báðir farþegarnir í slysinu. Ökumaður hans, sem er kona, er lífshættulega slösuð og var flutt með þyrlu til Reykjavíkur nokkrum klukkustundum eftir slysið. 9.8.2005 00:01 Slasaðist illa í útskriftarferð Tæplega tvítugur íslenskur piltur slasaðist illa er hann kastaðist úr leiktæki í tívolíi í spænska bænum Torremolinos í fyrrakvöld. Pilturinn er nemandi í Menntaskólanum við Sund og er í útskriftarferð ásamt um 150 samnemendum sínum. Unnusta hans og vinir voru með honum í tívolíinu og horfðu á eftir honum út úr tækinu. 9.8.2005 00:01 Flokkarnir ákveði framtíð R-lista Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðum um framhald R-listans ákváðu í gær að skila umboði sínu til stjórnar flokksins í Reykjavík þar sem ekki náðist samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 9.8.2005 00:01 Ánægð með stuðning Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar alþingis, lýsir ánægju með árangurinn sem náðst hefur við að afla stuðnings við framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2010. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þegar hefðu fengist loforð um stuðning frá fjörutíu til fimmtíu þjóðum. 9.8.2005 00:01 Sveitarfélögum fækkað um helming Nefnd sem fjallar um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur lagt fram tillögur sem fela í sér sameiningu 62 sveitarfélaga í landinu í sexán. Kosið verður um tillögurnar 8. október næstkomandi. 9.8.2005 00:01 Þráðlaust net í Fljótsdalshérað Fljótsdalshérað hefur gert samstarfssamning við eMax um uppbyggingu þráðlauss breiðbandskerfis í sveitarfélaginu. Þráðlaust breiðbandskerfi nýtist sem burðarlag fyrir margskonar þjónustu s.s. að tengjast Internetinu, flytja útvarps- og sjónvarpssendingar og fyrir eftirlits og öryggiskerfi sem t.d. má nota við fjarvöktun á sumarhúsum, svo dæmi séu tekin. 9.8.2005 00:01 Amnesty sýnir í Blöndustöð Á hverju sumri opnar Landsvirkjun mörg orkuver sín fyrir ferðafólki og eru þar haldnir ýmisskonar viðburðir.<span style="mso-spacerun: yes"> Í Blöndustöð á Norðvesturlandi er áhugaverð sýning Amnesty International sem opnuð var í byrjun ágúst.</span> 8.8.2005 00:01 Búið að ráðstafa söfnunarfé Hjálparstarf kirkjunnar hefur nú ráðstafað 5,9 milljóna króna söfnunarfé vegna flóttafólks í Darfur í Súdan. Hjálparstarfið þakkar öllum sem lögðu málefninu lið en söfnunin er enn í gangi. 8.8.2005 00:01 Lítið um leyfislausa hópferðabíla "Það er afar lítið um slík tilvik í hópbílabransanum en kannski öllu meira í annars konar verktöku," segir Sveinn Ingi lýðsson, umferðareftirlitsmaður Vegagerðarinnar. 8.8.2005 00:01 Sandstormur í Írak Gríðarlegur sandstormur geisar í Írak og hamlar skyggni sem nú er einungis tveir til þrír metrar. Götur í Bagdad eru að mestu leyti mannlausar og sjúkrahús eru að fyllast af sjúklingum sem eiga við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma að stríða. 8.8.2005 00:01 Hús fyrir fuglaskoðara á Reykhólum Á vef Bæjarins besta á Ísafirði er sagt frá því að verið sé að reisa fuglaskoðunarhús við Langavatn í Reykhólahreppi. Það er sveitarfélagið sem stendur að byggingu hússins með styrk frá Ferðamálaráði. 8.8.2005 00:01 Höfn við túnfót móður sinnar "Þetta er svona eins og bílastæðið okkar við húsið hennar mömmu," segir Sveinn Lyngmo byggingatæknifræðingur sem hefur hannað höfn við Höfðaströnd við Ísafarðardjúp ásamt sex bræðrum sínum. Sveinn segir þá flesta hafa lagt hönd á plóg. 8.8.2005 00:01 Hvalhræ á reki í Faxaflóa "Það er alveg klárt að þetta eru fituleifar og innyfli úr veiddri hrefnu," segir Viðar Helgason, leiðsögumaður á hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni, en í síðasta mánuði hafa hvalaskoðunarmenn rekist á tvö hvalahræ um það bil tveimur mílum utan við innsiglinguna í Reykjavík. 8.8.2005 00:01 Íslenskir auðmenn kaupa á Spáni Íslenskir fjárfestar hafa keypt land á Spáni fyrir rúma átta milljarða króna. Á svæðinu verður reist glæsihótel og íbúðarhús fyrir ríka Evrópubúa. Um er að ræða tvær milljónir fermetra lands í Murcia héraði á suð-austur Spáni í nágrenni en ferðamannastaðarins La Manga. 8.8.2005 00:01 Leitar að lífi á Mars Í dag skýtur NASA á loft tveggja tonna könnunargeimfari sem setur stefnuna á Mars með það að markmiði að safna upplýsingum sem gefa vísbendingar um hvort líf hafi getað þrifist á plánetunni. 8.8.2005 00:01 Óttast að Malí falli í skuggann Hjálparstarfsmenn óttast að yfirvofandi hungursneyð í Malí falli í skuggann af nágrannalandinu Níger og landsmenn fái því ekki aðstoð fyrr en um seinan. Í Níger gerðist var ekki heldur brugðist við neyðarástandi fyrr en hungursneyð var skollin á og óttast menn nú að sagan endurtaki sig. 8.8.2005 00:01 Dæla út vatni í kapp við tímann Björgunarsveitarmenn keppast við að dæla vatni úr kolanámu í suðurhluta Kína til að bjarga 102 mönnum sem sitja þar fastir. Flóð olli þvi að mennirnir festust inni. Vatnsyfirborðið hækkar um 50 sentímetra á klukkustund og fara lífslíkur mannanna dvínandi eftir því sem lengri tími líður. 8.8.2005 00:01 Sátt þrátt fyrir ónæði og tafir Framkvæmdir við Laugaveg milli Barónsstígs og Snorrabrautar hófust í gær og verður gatan í kjölfarið lokuð um þriggja mánaða skeið. Framkvæmdastjóri hárgreiðslustofunnar Tony&Guy fagnar því að lífgað sé upp á götuna þó það kosti tafir og ónæði meðan á framkvæmdum stendur. 8.8.2005 00:01 Launaþak hefur áhrif á fáa Launaþak Fæðingarorlofssjóðs hefur áhrif á rúmlega fjögur prósent umsækjenda, að því er fram kemur í fréttum Tryggingastofnunar ríkisins. 8.8.2005 00:01 Neitun KEA veldur vonbrigðum "Samfélagið gerir auknar kröfur um samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og vonbrigði þegar atvinnulífið fylgir ekki með," segir Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. 8.8.2005 00:01 Ákærðir fyrir morðtilraunir Þrír fjögurra manna sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í Lundúnum 21. júlí komu fyrir rétt í gær. Þeir eru meðal annars ákærðir fyrir morðtilraun gegn farþegum almenningssamgangna borgarinnar og eiga yfir höfði sér ævilangt fangelsi verði þeir sakfelldir. 8.8.2005 00:01 Koizumi boðar til kosninga Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, leysti upp neðri deild japanska þingsins í gær eftir að efri deildin felldi stjórnarfrumvarp um einkavæðingu póstþjónustunnar. Búist er við afar spennandi haustkosningum. 8.8.2005 00:01 Óvíst um framtíð geimferjanna Búist er við að geimferjan Discovery lendi í Flórída í dag - vonandi heilu og höldnu. Engu síður eru líkur taldar á að leiðangurinn sem nú er senn á enda gæti orðið sá síðasti sem bandarísk geimferja fer í. 8.8.2005 00:01 Íranar taka upp fyrri iðju Íranar hófu í gær vinnslu úrans, Vesturveldunum til mikillar gremju. Búist er við að þau þrýsti á Sameinuðu þjóðirnar að beita Írana efnahagsþvingunum fyrir vikið. 8.8.2005 00:01 Óstundvísin á sér langa sögu Icelandair hefur svo mánuðum skiptir verið með óstundvísustu flugfélögum Evrópu. Upplýsingafulltrúinn segir félagið hins vegar vera í mjög góðum málum. 8.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tveir létust í umferðarslysi Tveir biðu bana og einn slasaðist alvarlega í árekstri inn undir Hallormsstað síðdegis í dag. Það voru fólksbíll og flutningabíll sem rákust saman seinni partinn í dag með þeim afleiðingum að tveir farþegar í fólksbílnum biðu bana. Ökumaðurinn slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. 9.8.2005 00:01
Gleymdi eiginkonunni Makedónskur maður skildi eiginkonu sína eftir á ítalskri vegamiðstöð og uppgötvaði ekki að hann hefði ekið af stað án hennar fyrr en sex klukkustundum síðar. 9.8.2005 00:01
Margir hætta við líknardráp Einn af hverjum átta fullorðnum sjúklingum í Hollandi sem sótt höfðu um að fá aðstoð við að binda enda á eigið líf ákvað að láta ekki verða af því. Þetta kemur fram í nýrri könnun á líknardráp í Hollandi, sem var fyrsta landið til þess að lögleiða líknardráp fyrir fólk sem liggur fyrir dauðanum. 9.8.2005 00:01
Maður í sjónum Umtalsvert lið lögreglu- og björgunarmanna var kallað að Sörlaskjóli í Reykjavík laust fyrir klukkan hálftólf á mánudagskvöld eftir að tilkynnt var um mann sem þar stóð í mittishæð í flæðarmálinu. 9.8.2005 00:01
Mótmælendum veitt eftirför Mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði var veitt eftirför lögreglu eftir að þeir yfirgáfu Vað í Skriðdal í fyrrakvöld að sögn Birgittu Jónsdóttur talsmanns mótmælenda í Reykjavík. 9.8.2005 00:01
Mótmælendur komnir til Reykjavíkur Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði eru nú flestir komnir til Reykjavíkur að sögn Birgittu Jónsdóttur, talsmanns mótmælenda í Reykjavík. 9.8.2005 00:01
Varað við hættulegum merkjablysum Sprengjudelild Landhelgisgæslunnar varar fólk við að eiga við merkjablys eða svokallaða markera ef það gengur fram á slíkt. Á undanförnum vikum hafa sprengjudeildinni borist tilkynningar um slík blys og þau fundist víða á Snæfellsnesi og á Reykjanesi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 9.8.2005 00:01
Taugatitringur við komu Discovery Fljúgandi múrsteinn kom eldglóandi í gegnum gufuhvolfið um hádegisbilið í dag. Þar var geimferjan Discovery á heimleið sem olli vægast sagt töluverðum taugatitringi, bæði meðal áhafnarinnar og stjórnenda NASA. 9.8.2005 00:01
R-listasamstarf hangir á bláþræði Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf. 9.8.2005 00:01
Aðeins óljóst með sjálfstæðismenn Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. 9.8.2005 00:01
Veitt sé inni á hvalaskoðunarsvæði Hvalaskoðunarskipið Hafsúlan sigldi nýlega fram á hvalshræ nálægt innsiglingunni í Reykjavíkurhöfn. Framkvæmdastjóri Hafsúlunnar segir vísindaveiðarnar komnar inn á svæði hvalaskoðunarskipanna gegn loforðum stjórnvalda. 9.8.2005 00:01
Sjóliðum fagnað við heimkomu Þeim var fagnað sem hetjum, sjóliðunum sem komu aftur til síns heima í dag. Sjö rússneskir sjóliðar, sem voru fastir í smákafbát á hafsbotni voru heiðraðir, og Bretarnir sem björguðu þeim líka. 9.8.2005 00:01
Öryggissjónarmið ráði banni Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós. 9.8.2005 00:01
Styður Menningarnótt næstu þrjú ár Landsbankinn er orðinn máttarstólpi Menningarnætur en bankinn ætlar að styrkja næstu þrjá viðburði um 7 milljónir króna og var samningur þess efnis undirritaður í dag á tilfinningatorginu í miðbæ Reykjavíkur. Ekkert skorti á tilfinningarnar á milli borgarstjóra og formanns bankaráðs Landsbankans. 9.8.2005 00:01
Lappað upp á Laugardalslaug Það koma margir argir sundmenn frá Laugardalslauginni þessa dagana. Þeir fá ekki sundsprettinn sinn, því laugin er lokuð til þrettánda ágúst vegna viðhalds. Það á sér þó sínar skýringar að laugin sé lokað á þessum árstíma. 9.8.2005 00:01
Kjarnorkuárása minnst í kvöld 60 ár eru liðin frá árásunum á Hiroshima og Nagasaki í Japan en hörmulegra afleiðinga þeirra gætir enn þann dag í dag. Í tilefni dagsins verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn klukkan hálfellefu í kvöld en það hefur verið gert á þessum degi á Íslandi síðastliðin tuttugu ár. 9.8.2005 00:01
Sjóstangveiðimenn gætu þurft kvóta Sjávarútvegsráðuneytið hefur haft í skoðun hvort fyrirtækið Fjord Fishing, sem hyggst bjóða ferðamönnum í sjóstangaveiði út af Vestfjörðum, þurfi kvóta. 9.8.2005 00:01
Hrekkur 15 ára pilts í Smáralind Rannsókn lögreglunnar í Kópavogi leiddi hana á slóð fimmtán ára pilts sem hefur viðurkennt að hafa hringt í unga drengi í símasjálfsala utan við Smáralind síðastliðinn föstudag og viðhaft dónalegt orðbragð. 9.8.2005 00:01
Enski boltinn í loftið á föstudag Enski boltinn ætlar að sýna að minnsta kosti 340 leiki beint á keppnistímabilinu og geta áhorfendur valið á milli allt að fimm leikja samtímis um helgar. Stöðin fer í loftið föstudaginn 12. ágúst en keppnistímabilið hefst nú um helgina. Eingöngu verða sýndir enskir leikir eða þættir sem fjalla um þá. 9.8.2005 00:01
Varað við merkjablysum Landhelgisgæslan hefur fengið tilkynningar um merkjablys víða á Snæfellsnesi og Reykjanesi. Blysin eru mikið notuð af herjum og björgunaraðilum til sjós og innihalda fosfór, sem brennur hratt og gefur frá sér eitraðan reyk. Bruni getur hafist með sjálfsíkveikju, jafnvel þótt um notað blys sé að ræða. 9.8.2005 00:01
Banaslys við Hallormsstaðaskóg Karl og kona um fimmtugt létust og kona slasaðist alvarlega í hörðum árekstri fólksbíls og vöruflutningabíls við Hallormsstaðaskóg á fimmta tímanum í gær. Þrír voru í fólksbílnum og létust báðir farþegarnir í slysinu. Ökumaður hans, sem er kona, er lífshættulega slösuð og var flutt með þyrlu til Reykjavíkur nokkrum klukkustundum eftir slysið. 9.8.2005 00:01
Slasaðist illa í útskriftarferð Tæplega tvítugur íslenskur piltur slasaðist illa er hann kastaðist úr leiktæki í tívolíi í spænska bænum Torremolinos í fyrrakvöld. Pilturinn er nemandi í Menntaskólanum við Sund og er í útskriftarferð ásamt um 150 samnemendum sínum. Unnusta hans og vinir voru með honum í tívolíinu og horfðu á eftir honum út úr tækinu. 9.8.2005 00:01
Flokkarnir ákveði framtíð R-lista Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðum um framhald R-listans ákváðu í gær að skila umboði sínu til stjórnar flokksins í Reykjavík þar sem ekki náðist samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. 9.8.2005 00:01
Ánægð með stuðning Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar alþingis, lýsir ánægju með árangurinn sem náðst hefur við að afla stuðnings við framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og 2010. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þegar hefðu fengist loforð um stuðning frá fjörutíu til fimmtíu þjóðum. 9.8.2005 00:01
Sveitarfélögum fækkað um helming Nefnd sem fjallar um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur lagt fram tillögur sem fela í sér sameiningu 62 sveitarfélaga í landinu í sexán. Kosið verður um tillögurnar 8. október næstkomandi. 9.8.2005 00:01
Þráðlaust net í Fljótsdalshérað Fljótsdalshérað hefur gert samstarfssamning við eMax um uppbyggingu þráðlauss breiðbandskerfis í sveitarfélaginu. Þráðlaust breiðbandskerfi nýtist sem burðarlag fyrir margskonar þjónustu s.s. að tengjast Internetinu, flytja útvarps- og sjónvarpssendingar og fyrir eftirlits og öryggiskerfi sem t.d. má nota við fjarvöktun á sumarhúsum, svo dæmi séu tekin. 9.8.2005 00:01
Amnesty sýnir í Blöndustöð Á hverju sumri opnar Landsvirkjun mörg orkuver sín fyrir ferðafólki og eru þar haldnir ýmisskonar viðburðir.<span style="mso-spacerun: yes"> Í Blöndustöð á Norðvesturlandi er áhugaverð sýning Amnesty International sem opnuð var í byrjun ágúst.</span> 8.8.2005 00:01
Búið að ráðstafa söfnunarfé Hjálparstarf kirkjunnar hefur nú ráðstafað 5,9 milljóna króna söfnunarfé vegna flóttafólks í Darfur í Súdan. Hjálparstarfið þakkar öllum sem lögðu málefninu lið en söfnunin er enn í gangi. 8.8.2005 00:01
Lítið um leyfislausa hópferðabíla "Það er afar lítið um slík tilvik í hópbílabransanum en kannski öllu meira í annars konar verktöku," segir Sveinn Ingi lýðsson, umferðareftirlitsmaður Vegagerðarinnar. 8.8.2005 00:01
Sandstormur í Írak Gríðarlegur sandstormur geisar í Írak og hamlar skyggni sem nú er einungis tveir til þrír metrar. Götur í Bagdad eru að mestu leyti mannlausar og sjúkrahús eru að fyllast af sjúklingum sem eiga við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma að stríða. 8.8.2005 00:01
Hús fyrir fuglaskoðara á Reykhólum Á vef Bæjarins besta á Ísafirði er sagt frá því að verið sé að reisa fuglaskoðunarhús við Langavatn í Reykhólahreppi. Það er sveitarfélagið sem stendur að byggingu hússins með styrk frá Ferðamálaráði. 8.8.2005 00:01
Höfn við túnfót móður sinnar "Þetta er svona eins og bílastæðið okkar við húsið hennar mömmu," segir Sveinn Lyngmo byggingatæknifræðingur sem hefur hannað höfn við Höfðaströnd við Ísafarðardjúp ásamt sex bræðrum sínum. Sveinn segir þá flesta hafa lagt hönd á plóg. 8.8.2005 00:01
Hvalhræ á reki í Faxaflóa "Það er alveg klárt að þetta eru fituleifar og innyfli úr veiddri hrefnu," segir Viðar Helgason, leiðsögumaður á hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni, en í síðasta mánuði hafa hvalaskoðunarmenn rekist á tvö hvalahræ um það bil tveimur mílum utan við innsiglinguna í Reykjavík. 8.8.2005 00:01
Íslenskir auðmenn kaupa á Spáni Íslenskir fjárfestar hafa keypt land á Spáni fyrir rúma átta milljarða króna. Á svæðinu verður reist glæsihótel og íbúðarhús fyrir ríka Evrópubúa. Um er að ræða tvær milljónir fermetra lands í Murcia héraði á suð-austur Spáni í nágrenni en ferðamannastaðarins La Manga. 8.8.2005 00:01
Leitar að lífi á Mars Í dag skýtur NASA á loft tveggja tonna könnunargeimfari sem setur stefnuna á Mars með það að markmiði að safna upplýsingum sem gefa vísbendingar um hvort líf hafi getað þrifist á plánetunni. 8.8.2005 00:01
Óttast að Malí falli í skuggann Hjálparstarfsmenn óttast að yfirvofandi hungursneyð í Malí falli í skuggann af nágrannalandinu Níger og landsmenn fái því ekki aðstoð fyrr en um seinan. Í Níger gerðist var ekki heldur brugðist við neyðarástandi fyrr en hungursneyð var skollin á og óttast menn nú að sagan endurtaki sig. 8.8.2005 00:01
Dæla út vatni í kapp við tímann Björgunarsveitarmenn keppast við að dæla vatni úr kolanámu í suðurhluta Kína til að bjarga 102 mönnum sem sitja þar fastir. Flóð olli þvi að mennirnir festust inni. Vatnsyfirborðið hækkar um 50 sentímetra á klukkustund og fara lífslíkur mannanna dvínandi eftir því sem lengri tími líður. 8.8.2005 00:01
Sátt þrátt fyrir ónæði og tafir Framkvæmdir við Laugaveg milli Barónsstígs og Snorrabrautar hófust í gær og verður gatan í kjölfarið lokuð um þriggja mánaða skeið. Framkvæmdastjóri hárgreiðslustofunnar Tony&Guy fagnar því að lífgað sé upp á götuna þó það kosti tafir og ónæði meðan á framkvæmdum stendur. 8.8.2005 00:01
Launaþak hefur áhrif á fáa Launaþak Fæðingarorlofssjóðs hefur áhrif á rúmlega fjögur prósent umsækjenda, að því er fram kemur í fréttum Tryggingastofnunar ríkisins. 8.8.2005 00:01
Neitun KEA veldur vonbrigðum "Samfélagið gerir auknar kröfur um samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og vonbrigði þegar atvinnulífið fylgir ekki með," segir Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. 8.8.2005 00:01
Ákærðir fyrir morðtilraunir Þrír fjögurra manna sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í Lundúnum 21. júlí komu fyrir rétt í gær. Þeir eru meðal annars ákærðir fyrir morðtilraun gegn farþegum almenningssamgangna borgarinnar og eiga yfir höfði sér ævilangt fangelsi verði þeir sakfelldir. 8.8.2005 00:01
Koizumi boðar til kosninga Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, leysti upp neðri deild japanska þingsins í gær eftir að efri deildin felldi stjórnarfrumvarp um einkavæðingu póstþjónustunnar. Búist er við afar spennandi haustkosningum. 8.8.2005 00:01
Óvíst um framtíð geimferjanna Búist er við að geimferjan Discovery lendi í Flórída í dag - vonandi heilu og höldnu. Engu síður eru líkur taldar á að leiðangurinn sem nú er senn á enda gæti orðið sá síðasti sem bandarísk geimferja fer í. 8.8.2005 00:01
Íranar taka upp fyrri iðju Íranar hófu í gær vinnslu úrans, Vesturveldunum til mikillar gremju. Búist er við að þau þrýsti á Sameinuðu þjóðirnar að beita Írana efnahagsþvingunum fyrir vikið. 8.8.2005 00:01
Óstundvísin á sér langa sögu Icelandair hefur svo mánuðum skiptir verið með óstundvísustu flugfélögum Evrópu. Upplýsingafulltrúinn segir félagið hins vegar vera í mjög góðum málum. 8.8.2005 00:01