Innlent

Sjóstangveiðimenn gætu þurft kvóta

Sjávarútvegsráðuneytið hefur haft í skoðun hvort fyrirtækið Fjord Fishing, sem hyggst bjóða ferðamönnum í sjóstangaveiði út af Vestfjörðum, þurfi kvóta. "Þetta fer eftir því hvað magnið er mikið," segir Þórður Eyþórsson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. "Ef þú raðar átta körlum á lunninguna geturðu veitt í tonnavís yfir daginn." Þórður segir öllum heimilt að stunda tómstundaveiðar til eigin neyslu, og það þekkist jafnvel í ferðamennsku, en þá innan skikkanlegra marka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×