Erlent

Búið að ráðstafa söfnunarfé

Hjálparstarf kirkjunnar hefur nú ráðstafað 5,9 milljóna króna söfnunarfé vegna flóttafólks í Darfur í Súdan. Hjálparstarfið þakkar öllum sem lögðu málefninu lið en söfnunin er enn í gangi. Fjármunir héðan hafa runnið til þess að dreifa hreinlætispökkum til flóttafólksins. Í þeim voru matar- og vatnsílát svo gæta mætti meira hreinlætis við meðferð matvæla og þannig stuðla að betri heilsu. Einnig voru í pökkunum sápur, þvottaefni, greiður, ilskór og teppi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×