Öryggissjónarmið ráði banni 9. ágúst 2005 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós. Grundvallarreglan er sú að það má ekki flytja hrátt kjöt til landsins. Landbúnaðarráðherra getur veitt undanþágu frá þessu og hefur raunar gert í þónokkrum tilfellum. Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar fyrir að fá leyfi fyrir innflutningi á nautakjöti frá Suður-Ameríku, meðal annars frá sunnanverðri Argentínu. Yfirdýralæknir, sem er faglegur umsagnaraðili, hefur ekkert haft við það að athuga. Aðspurður hvers vegna hann hafi synjað innflytjendum kjötsins um leyfi segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra að aldrei hafi verið flutt inn kjöt frá Suður-Ameríku og það liggi fyrir að í Argentínu sé gin- og klaufaveiki til staðar. Skylda landbúnaðarráðuneytisins sé að verja dýr og menn hér á landi og ráðuneytið hafi einfaldlega talið innflutning áhættusaman. Spurður hvort þetta væri liður í að verja tekjur íslenskra bænda segir Guðni að innflytjendur þurfi að flytja inn frá öruggum löndum. Kjöt sé flutt inn frá nálægum löndum og Nýja-Sjálandi sem séu örugg. Þetta snúi þó ekki að því heldur því að það væri gríðarlegt áfall fyrir fólk og fénað hér á landi ef hingað bærist gin- og klaufaveiki. Guðni minnti á þau uppþot sem urðu þegar leyft var að flytja inn nautalundir frá Írlandi, en skömmu síðar kom upp kúariða í Evrópu. Hann sagðist nokkuð viss um að þjóðin vildi öll að varlega væri farið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós. Grundvallarreglan er sú að það má ekki flytja hrátt kjöt til landsins. Landbúnaðarráðherra getur veitt undanþágu frá þessu og hefur raunar gert í þónokkrum tilfellum. Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar fyrir að fá leyfi fyrir innflutningi á nautakjöti frá Suður-Ameríku, meðal annars frá sunnanverðri Argentínu. Yfirdýralæknir, sem er faglegur umsagnaraðili, hefur ekkert haft við það að athuga. Aðspurður hvers vegna hann hafi synjað innflytjendum kjötsins um leyfi segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra að aldrei hafi verið flutt inn kjöt frá Suður-Ameríku og það liggi fyrir að í Argentínu sé gin- og klaufaveiki til staðar. Skylda landbúnaðarráðuneytisins sé að verja dýr og menn hér á landi og ráðuneytið hafi einfaldlega talið innflutning áhættusaman. Spurður hvort þetta væri liður í að verja tekjur íslenskra bænda segir Guðni að innflytjendur þurfi að flytja inn frá öruggum löndum. Kjöt sé flutt inn frá nálægum löndum og Nýja-Sjálandi sem séu örugg. Þetta snúi þó ekki að því heldur því að það væri gríðarlegt áfall fyrir fólk og fénað hér á landi ef hingað bærist gin- og klaufaveiki. Guðni minnti á þau uppþot sem urðu þegar leyft var að flytja inn nautalundir frá Írlandi, en skömmu síðar kom upp kúariða í Evrópu. Hann sagðist nokkuð viss um að þjóðin vildi öll að varlega væri farið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira