Erlent

Margir hætta við líknardráp

Einn af hverjum átta fullorðnum sjúklingum í Hollandi sem sótt höfðu um að fá aðstoð við að binda enda á eigið líf ákvað að láta ekki verða af því. Þetta kemur fram í nýrri könnun á líknardráp í Hollandi, sem var fyrsta landið til þess að lögleiða líknardráp fyrir fólk sem liggur fyrir dauðanum. Könnunin náði til tæplega fjögur hundruð hollenskra lækna og voru þeir beðnir um að lýsa líknardrápsbeiðnum sem þeim höfðu borist. Meira en helmingur þeirra hafði enga beiðni fengið meðan aðrir höfðu fengið fleiri en eina. Samtals reyndust beiðnirnar rúmlega 2.500 talsins og var orðið við þeim í nær helmingi tilfella. Meginástæður þess að líknardráp var ekki framið var að sjúklingurinn lést áður en til líknardráps kom eða að ferli vegna þess var enn í gangi. Beðni um líknardráp var auk þess hafnað í tólf prósentum tilfella, en helstu ástæður sem læknar nefndu fyrir höfnuninni var sú að fólk kvaðst heldur vilja deyja en vera byrði á fjölskyldu sinni eða sagðist þreytt á lífinu, frekar en að sjúkdómur ylli því óbærilegum kvölum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×