Taugatitringur við komu Discovery 9. ágúst 2005 00:01 Fljúgandi múrsteinn kom eldglóandi í gegnum gufuhvolfið um hádegisbilið í dag. Þar var geimferjan Discovery á heimleið sem olli vægast sagt töluverðum taugatitringi, bæði meðal áhafnarinnar og stjórnenda NASA. Geimferjan er erfitt farartæki undir bestu kringumstæðum. Þó að hún líti glæsilega út er allt annað en auðvelt að stýra þessu hundrað tonna ferlíki á miklum hraða til lendingar. En það verkefni blasti við Eileen Collins og áhöfn í morgun og ekki nóg með það,heldur þurfti hún að stýra ferjunni í aðra átt en upphaflega stóð til. Veðurskilyrði á Flórída voru þannig að sérfræðingum NASA þótti ljóst að þar yrði ekki hægt að lenda, og því var tekin ákvörðun um að stefna á Edwards-flugherstöðina í Kaliforníu. Skömmu eftir klukkan ellefu hóf Discovery aðflug og kom inn í gufuhvoldið á 27 þúsund kílómetra hraða. Hún sveif yfir Kyrrahafið, lækkaði flugið og þegar flugmaðurinn Jim Kelly tók við stjórninni af flugtölvu skömmu síðar varð hann að beygja í 192 gráður til að komast inn á flugbraut 22 á Edwards-vellinum. Collins tók svo við stýrinu síðasta spölinn og lenti Discovery í heilu lagi tólf mínútur yfir tólf á hádegi. Áhöfn og stjórnendur NASA önduðu léttar enda gekk á ýmsu í þessari ferð ferjunnar. Þó að sérfræðingar NASA hafi sagt allt í lagi þorðu fæstir að treysta því að skemmdir sem urðu á ferjunni í og eftir flugtak hefðu engin áhrif. Eftir að hafa vanist því að vera ekki lengur í þyngdarleysi skoðuðu geimfararnir skemmdirnar. Stjórnendur geimferðastöfnunarinnar áttu ekki nægilega sterk orð til að lýsa ánægju sinni með geimfarana sjö. Þrátt fyrir léttinn og ánægjuna með áhöfnina er hætt við að heimkoma Discovery fylgi blendnar tilfinningar fyrir marga hjá NASA og geimáhugamenn. Vegna vandræðana var ferjuflotinn settur í flugbann og þó að enn sé stefnt að því að Atlantis fari í ferðalag í september er viðurkennt að það sé með öllu óraunhæft. Í raun sé allt eins líklegt að geimferjan hafi farið sína síðustu ferð og leið hennar liggi nú á næsta safn. Takist ekki að gera nauðsynlegar lagfæringar á geimferjunum er hætt við að örlög alþjóðlegu geimstöðvarinnar séu líka ráðin, því að ferjuna þarf til að koma byggingarefninu á sinn stað á sporbraut um jörðu. Erlent Fréttir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Fljúgandi múrsteinn kom eldglóandi í gegnum gufuhvolfið um hádegisbilið í dag. Þar var geimferjan Discovery á heimleið sem olli vægast sagt töluverðum taugatitringi, bæði meðal áhafnarinnar og stjórnenda NASA. Geimferjan er erfitt farartæki undir bestu kringumstæðum. Þó að hún líti glæsilega út er allt annað en auðvelt að stýra þessu hundrað tonna ferlíki á miklum hraða til lendingar. En það verkefni blasti við Eileen Collins og áhöfn í morgun og ekki nóg með það,heldur þurfti hún að stýra ferjunni í aðra átt en upphaflega stóð til. Veðurskilyrði á Flórída voru þannig að sérfræðingum NASA þótti ljóst að þar yrði ekki hægt að lenda, og því var tekin ákvörðun um að stefna á Edwards-flugherstöðina í Kaliforníu. Skömmu eftir klukkan ellefu hóf Discovery aðflug og kom inn í gufuhvoldið á 27 þúsund kílómetra hraða. Hún sveif yfir Kyrrahafið, lækkaði flugið og þegar flugmaðurinn Jim Kelly tók við stjórninni af flugtölvu skömmu síðar varð hann að beygja í 192 gráður til að komast inn á flugbraut 22 á Edwards-vellinum. Collins tók svo við stýrinu síðasta spölinn og lenti Discovery í heilu lagi tólf mínútur yfir tólf á hádegi. Áhöfn og stjórnendur NASA önduðu léttar enda gekk á ýmsu í þessari ferð ferjunnar. Þó að sérfræðingar NASA hafi sagt allt í lagi þorðu fæstir að treysta því að skemmdir sem urðu á ferjunni í og eftir flugtak hefðu engin áhrif. Eftir að hafa vanist því að vera ekki lengur í þyngdarleysi skoðuðu geimfararnir skemmdirnar. Stjórnendur geimferðastöfnunarinnar áttu ekki nægilega sterk orð til að lýsa ánægju sinni með geimfarana sjö. Þrátt fyrir léttinn og ánægjuna með áhöfnina er hætt við að heimkoma Discovery fylgi blendnar tilfinningar fyrir marga hjá NASA og geimáhugamenn. Vegna vandræðana var ferjuflotinn settur í flugbann og þó að enn sé stefnt að því að Atlantis fari í ferðalag í september er viðurkennt að það sé með öllu óraunhæft. Í raun sé allt eins líklegt að geimferjan hafi farið sína síðustu ferð og leið hennar liggi nú á næsta safn. Takist ekki að gera nauðsynlegar lagfæringar á geimferjunum er hætt við að örlög alþjóðlegu geimstöðvarinnar séu líka ráðin, því að ferjuna þarf til að koma byggingarefninu á sinn stað á sporbraut um jörðu.
Erlent Fréttir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira