Innlent

Maður í sjónum

Umtalsvert lið lögreglu- og björgunarmanna var kallað að Sörlaskjóli í Reykjavík laust fyrir klukkan hálftólf á mánudagskvöld eftir að tilkynnt var um mann sem þar stóð í mittishæð í flæðarmálinu. Björgunarbátur og kafarar voru einnig fluttir á staðinn og fór kafari strax út á eftir manninum. Í kjölfarið sneri maðurinn við og óð sjálfur í land. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar enda orðinn blautur og kaldur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×