Flokkarnir ákveði framtíð R-lista 9. ágúst 2005 00:01 Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðum um framhald R-listans ákváðu í gær að skila umboði sínu til stjórnar flokksins í Reykjavík þar sem ekki náðist samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Nefnd R-lista flokkanna um frekara samstarf fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor sat langan fund með hléum í gærkvöldi án þess að ná samkomulagi. Umboð fulltrúa Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna til samninga í nefndinni er mismunandi en endanlegt ákvörðunarvald um viðræðuslit liggur hjá kjördæmisráðum og flokksfélögunum í Reykjavík. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá fyrir að fulltrúar Vinstri grænna ætluðu að skila umboði sínu til frekari samningaviðræðna til flokksstjórnarinnar í Reykjavík. Ákveðið er að fulltrúarnir þrír hitti stjórn Vinstri grænna í Reykjavík á hádegi í dag. Fulltrúar Vinstri grænna gátu ekki samþykkt nýja tillögu Samfylkingarinnar um að Vinstri grænir og Framsóknarflokkur fengju tvo fulltrúa hvor um sig í sjö efstu sætin en Samfylkingin þrjá. Tillagan kvað einnig á um að gengið yrði til sameiginlegs prófkjörs um áttunda mann sem jafnframt yrði borgarstjóraefni R-listans. Vinstri grænir telja tillöguna vera brot á jafnræðisreglu meðal flokkanna sem að R-listanum standa auk þess sem þeir segja tillögu um sameiginlegt val á borgarstjóraefni afar óaðgengilega. Fulltrúar Vinstri grænna höfðu áður fallist á tillögu um að Samfylkingin fengi þrjá fulltrúa af átta efstu sætunum á R-listanum, en Framsóknarflokkur og Vinstri grænir tvo hvor um sig. Jafnframt gátu þeir fellt sig við að Samfylkingin fengi borgarstjóraefnið í krafti stærðar flokksins. Framsóknarflokkur gat samþykkt báðar tillögurnar fyrir sitt leyti og telja talsmenn flokksins að ágreiningurinn standi fyrst og fremst milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Allt bendir til þess að framtíð R-listasamstarfsins ráðist innan flokksfélagana í Reykjavík en ekki innan viðræðunefndarinnar. Samþykki stjórnir Reykjavíkurfélög flokkanna þriggja viðræðuslit þarf borgarstjórnarflokkur R-listans að búa við þær aðstæður fram að borgarstjórnarkosningum næsta vor. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fulltrúar Vinstri grænna í viðræðum um framhald R-listans ákváðu í gær að skila umboði sínu til stjórnar flokksins í Reykjavík þar sem ekki náðist samkomulag um sameiginlegt framboð flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Nefnd R-lista flokkanna um frekara samstarf fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor sat langan fund með hléum í gærkvöldi án þess að ná samkomulagi. Umboð fulltrúa Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna til samninga í nefndinni er mismunandi en endanlegt ákvörðunarvald um viðræðuslit liggur hjá kjördæmisráðum og flokksfélögunum í Reykjavík. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá fyrir að fulltrúar Vinstri grænna ætluðu að skila umboði sínu til frekari samningaviðræðna til flokksstjórnarinnar í Reykjavík. Ákveðið er að fulltrúarnir þrír hitti stjórn Vinstri grænna í Reykjavík á hádegi í dag. Fulltrúar Vinstri grænna gátu ekki samþykkt nýja tillögu Samfylkingarinnar um að Vinstri grænir og Framsóknarflokkur fengju tvo fulltrúa hvor um sig í sjö efstu sætin en Samfylkingin þrjá. Tillagan kvað einnig á um að gengið yrði til sameiginlegs prófkjörs um áttunda mann sem jafnframt yrði borgarstjóraefni R-listans. Vinstri grænir telja tillöguna vera brot á jafnræðisreglu meðal flokkanna sem að R-listanum standa auk þess sem þeir segja tillögu um sameiginlegt val á borgarstjóraefni afar óaðgengilega. Fulltrúar Vinstri grænna höfðu áður fallist á tillögu um að Samfylkingin fengi þrjá fulltrúa af átta efstu sætunum á R-listanum, en Framsóknarflokkur og Vinstri grænir tvo hvor um sig. Jafnframt gátu þeir fellt sig við að Samfylkingin fengi borgarstjóraefnið í krafti stærðar flokksins. Framsóknarflokkur gat samþykkt báðar tillögurnar fyrir sitt leyti og telja talsmenn flokksins að ágreiningurinn standi fyrst og fremst milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Allt bendir til þess að framtíð R-listasamstarfsins ráðist innan flokksfélagana í Reykjavík en ekki innan viðræðunefndarinnar. Samþykki stjórnir Reykjavíkurfélög flokkanna þriggja viðræðuslit þarf borgarstjórnarflokkur R-listans að búa við þær aðstæður fram að borgarstjórnarkosningum næsta vor.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira