Innlent

Hrekkur 15 ára pilts í Smáralind

Rannsókn lögreglunnar í Kópavogi leiddi hana á slóð fimmtán ára pilts sem hefur viðurkennt að hafa hringt í unga drengi í símasjálfsala utan við Smáralind síðastliðinn föstudag og viðhaft dónalegt orðbragð. Hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Hann hefur áður í félagi við jafnaldra sína hringt í símasjálfssala til að kanna viðbrögð fólks sem svarar. Hann sagði að fyrst og fremst hefði verið um fíflaskap að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×