Innlent

Banaslys við Hallormsstaðaskóg

Karl og kona um fimmtugt létust og einn slasaðist alvarlega í hörðum árekstri fólksbíls og vöruflutningabíls við Hallormsstaðaskóg á fimmta tímanum í gær. Þrír voru í fólksbílnum og létust báðir farþegarnir í slysinu. Ökumaður hans, sem er kona, er lífshættulega slösuð og var flutt með þyrlu til Reykjavíkur nokkrum klukkustundum eftir slysið. Hún var í gjörgæslu þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ökumaður vöruflutningabílsins slasaðist ekki alvarlega, en bíllinn fór út af veginum og valt. Þjóðvegurinn við Hallormsstaðaskóg var lokaður fram undir miðnætti meðan tildrög slyssins voru rannsökuð og vegurinn hreinsaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×