Innlent

Launaþak hefur áhrif á fáa

Launaþak Fæðingarorlofssjóðs hefur áhrif á rúmlega fjögur prósent umsækjenda, að því er fram kemur í fréttum Tryggingastofnunar ríkisins. Fimmtíu feður og ellefu mæður höfðu sex hundruð þúsund króna meðallaun síðustu tvö árin og sóttu um fæðingarorlofsgreiðslur á fyrstu sex mánuðum ársins, en alls sóttu rúmlega 1.400 karlar og 1.500 konur um. Mánaðarleg greiðsla fæðingar- og foreldraorlofs getur ekki orðið hærri en 480.000 krónur, eða áttatíu prósent af 600.000 króna mánaðarlaunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×