Innlent

Varað við merkjablysum

Landhelgisgæslan hefur fengið tilkynningar um merkjablys víða á Snæfellsnesi og Reykjanesi. Blysin eru mikið notuð af herjum og björgunaraðilum til sjós og innihalda fosfór, sem brennur hratt og gefur frá sér eitraðan reyk. Bruni getur hafist með sjálfsíkveikju, jafnvel þótt um notað blys sé að ræða. Finnist blys á víðavangi er réttast að merkja staðinn og tilkynna lögreglu eða landhelgisgæslunni. Ekki skal að snerta blysin heldur reyna að lesa merkingar á því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×