Fleiri fréttir

Gæsluvarðhald framlengt

Þrír þeirra sem talið er víst að hafi gert misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum þann tuttugasta og fyrsta júlí síðastliðinn voru úrskurðaðir í lengra gæsluvarðhald í dag.

Skógareldar og þurrkar í S-Evrópu

Brakandi þurrkur veldur vandræðum í suðurhluta Evrópu. Skógareldar geisa þar og hafa valdið miklu tjóni. Víða þarf að skammta vatn. Hundruð slökkviliðsmanna hafa barist við elda í Provence í Suðaustur-Frakklandi.

Fyrri gröf Egils fundin?

Jessie Byock, prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, leggur áherslu á að vinna þeirra í Mosfellsdalnum beinist ekki að því að finna gröf Egils Skallagrímssonar. Uppgröfturinn í Mosfellsdal hefur staðið í mörg ár og kirkjan á Hrísbrú er sjötti staðurinn sem þeir grafa á.

Húsvagnar þurfa sérstaka tryggingu

Það er algengur misskilningur að kaskótrygging bíls bæti tjón sem verður á húsvagni við óhapp líkt og í ofsaveðrinu í gær. Sérstaka kaskótryggingu þarf fyrir húsvagna.

Seinkun á Airbus flugi

Það verður seinkun á fyrsta flugi risaþotunnar A-380, sem á að taka allt að átta hundruð farþega. Ef farið verður eftir óvenjulegum öryggiskröfum bandarískra stjórnvalda verður seinkunin örugglega enn þá meiri.

Minnisvarði afhjúpaður

Minnisvarði um fórnarlömbin sex sem létust af völdum flugslyssins í Skerjafirði var afhjúpaður í gærkvöld.  Þá voru liðin fimm ár frá slysinu, en vélin flutti farþega frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Rollur við Reykjanesbraut

Sex kindur sáust á beit í mosavöxnu hrauninu við Reykjanesbrautina á dögunum. Þetta er í þriðja skiptið í sumar sem lögreglunni í Keflavík berast kvartanir vegna þessa. Kindurnar virtust ekkert kippa sér upp við umferðina.

Yfirmenn þáðu tugmilljóna mútur

Alexander Jakovlev lýsti sig í gær sekan um samsæri, peningaþvætti og fjármálamisferli í tengslum við störf sín sem einn af yfirmönnum áætlunar Sameinuðu þjóðanna sem átti að gera Írökum kleift að selja olíu í skiptum fyrir mat og lyf meðan þeir sættu viðskiptabanni.

Bóluefni gegn fuglaflensu

Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að þróa bóluefni handa fólki til að sporna gegn fuglaflensu að því er talsmenn bandaríska heilbrigðisráðuneytisins segja.

Kosið í 61 sveitarfélagi

Sveitarfélögum landsins fækkar um 54 ef allar sameiningartillögur verða samþykktar í atkvæðagreiðslu 8. október. Þá verður kosið um tillögur um að sameina samtals 61 sveitarfélag í sextán.

Sérleyfisleiðir boðnar út

Ríkiskaup hafa boðið út sérleyfisleiðir vegna áætlunar- og skólaaksturs á árunum 2006 til 2008. Alls er um að ræða fjörutíu sérleyfisleiðir um allt land og er þetta í fyrsta skipti sem allar sérleyfisleiðirnar eru boðnar út.

Getur brugðið til beggja vona

Viðræðunefnd um R-lista kemur saman í dag en á fundi hennar kann framtíð Reykjavíkurlistans að ráðast.

Fá skrifleg loforð um stuðning

Á fimmta tug ríkja hafa veitt íslenskum stjórnvöldum skrifleg loforð um stuðning við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árið 2008, en kjörið gildir fyrir setu í ráðinu árið 2009 og 2010. Flest eru þau í hópi ríkja sem Ísland hefur stofnað stjórnmálasamband við á undanförnum misserum.

Hætta á auknum skattsvikum

Samtök verslunar og þjónustu segja of mikla lækkun virðisaukaskatts geta stuðlað að skattsvikum. Pétur H. Blöndal segir að lækkun virðisaukaskatts á matvæli sé ekki til að draga úr offituvandanum hér á landi.

Fengu 5.000 krónur í laun á viku

Fulltrúar frá stéttarfélagi Vökuls á Hornafirði höfðu fyrir nokkru afskipti af störfum fjögurra þýskra stúlkna sem unnu á kaffihúsi á Breiðdalsvík á mun lægri töxtum en íslenskir kjarasamningar segja til um. Hættu stúlkurnar allar störfum í kjölfarið.

Reyndi að lokka drengi til sín

Karlmaður er sagður hafa reynt að ginna þrjá drengi sem voru á leið í bíó í Smáralind fyrir helgi inn í bíl til sín. Enn sem komið er hefur engin kæra borist lögreglu en öryggisverðir í Smáralind tilkynntu um atvikið. Maðurinn mun hafa hringt í símasjálfsala sem drengirnir svöruðu og lofað þeim sælgæti kæmu þeir út í bíl til sín.

Höfðu skrifað kveðjubréfin

Skipverjar rússneska smákafbátsins sem lá fastur á hafsbotni hafa tjáð sig í fyrsta sinn um veruna í bátnum áður en þeim var bjargað. Þeir segja vatnsskortinn hafa verið tilfinnanlegastan þar sem þeir hafi þurft að láta sér nægja tvo til þrjá vatnssopa á dag, þar sem þeir lágu flatir í þröngu, myrkvuðu rými.

Vilja framhaldsskóla í Borgarnes

Bæjarstjórn Borgarbyggðar stefnir að því að funda með rektor Háskólans á Bifröst og skólastjóra Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi um möguleika á að koma upp framhaldsskóla í Borgarnesi. Málið er á byrjunarstigi en þó hefur hugmyndin verið rædd við einhverja þingmenn kjördæmisins.

Féll úr rennibraut og tannbrotnaði

Rúmlega ársgamall drengur datt á höfuðið úr rennibraut í barnagæslu Sporthússins á dögunum. "Það brotnaði í honum tönn og hann marðist einnig á höfðinu," segir móðir hans. "Ég brýndi það sérstaklega fyrir gæslustúlkunum að hann mætti ekki vera einn í rennibrautinni.

Ekki einhugur í stjórn KEA

Ekki var einhugur í stjórn KEA um þá skoðun að lög um fæðingarorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir stjórnarmaður var á annarri skoðun og lét bóka það á fundi stjórnarinnar. Þórhallur Hermannsson varastjórnarmaður tók undir bókun hennar.

Geta haft ADSL hjá öðrum

Mörg netþjónustufyrirtæki geta boðið þeim sem vilja tengjast enska boltanum ADSL-tengingu á net Símans. "Ég tel að það sé vísvitandi verið að kynna þetta á röngum forsendum til þess að tryggja það að viðskiptavinir flytji sig yfir til Símans," segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður INTER og framkvæmdastjóri Hringiðunnar.

Ferðast til Pakistans

Nemendur og starfsmenn Borgarholtsskóla munu á morgun efna til táknræns hlaups, göngu eða hjólreiða í tilefni tíu ára afmælis skólans. Ætlunin er að ferðast til Pakistans í óeiginlegri merkingu, en markmiðið er að samanlagður kílómetrafjöldi sem lagður verður að baki verði jafn vegalengdinni í loftlínu á milli Íslands og Pakistan.

Ellefu fíkniefnamál á Akureyri

Ellefu fíkniefnamál hafa komið upp á útihátíðinni Ein með öllu á Akureyri á síðasta sólarhring þar sem í hverju tilfelli var um lítilræði af fíkniefnum að ræða. Þá voru fimm fluttir á slysadeild eftir líkamsárásir en töluvert var um slagsmál í bænum í nótt.

Íraksstríðið ástæðan

Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir honum.

Mikið fyllerí í borginni

Lögreglan í Reykjavík stóð í ströngu í nótt þrátt fyrir að fjölmargir höfuðborgarbúar séu á faraldsfæti annars staðar á landinu um helgina. Að sögn lögreglu var mikið fyllerí í miðborginni í nótt og mikið um útköll vegna drukkins fólks.

Ferð Discovery lengist

Geimskutlan Discovery verður deginum lengur í geimferð sinni en til stóð en stjórnendur Geimferðastofnunarinnar NASA segja enga hættu steðja að henni þegar hún snýr aftur inn í gufuhvolfið og býst til lendingar. Sérfræðingar hafa þegar sagt að níutíu prósent yfirborðs skutlunnar séu í góðu lagi og er búist við því að á morgun verði þau tíu prósent sem eftir eru lýst í lagi líka.

Sjö fórust í bílsprengingu

Sjö hið minnsta fórust þegar bílsprengja var sprengd við varðstöð lögreglunnar suður af Bagdad í morgun. Tólf særðust í árásinni. Bifreiðin hafði verið skilin eftir í vegkanti skammt frá varðstöðinni og var fjarstýrð sprengja í honum sem var sprengd.

Halldór á Íslendingaslóðum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gladdi í gær íbúa bæjarins Mountain í Norður-Dakóta ríki með nærveru sinni. Hann var þar í opinberri heimsókn. Hann fagnaði því með íbúum bæjarins, sem eru um hundrað, að 131 ár er liðið frá því að Íslendingar hófu undirbúning að aðskilnaði frá Danmörku.

Zimbabwe: Skila ekki jörðunum

Yfirvöld í Zimbabwe segja ekki koma til greina að afhenda hvítum bændum jarðir þeirra sem ríkisstjórn forseta landsins, Robert Mugabe, hefur tekið af þeim. Forstjóri eins stærsta banka Zimbabwe hefur undanfarið hvatt til þess að þetta verði gert því landbúnaður landsins, og þar með efnahagurinn, er í miklum lamasessi.

Danmörk: Grunaðir um hópnauðgun

Þrír menn eru í haldi dönsku lögreglunnar, grunaðir um hópnauðgun á 25 ára gamalli konu. Atburðurinn á að hafa átt sér stað aðfararnótt laugardags í bænum Næstved á Suður-Sjálandi.

Vinna í kjarnorkuverum hefst á ný

Írönsk stjórnvöld segja vinnslu í kjarnorkuverum hefjast á ný á morgun komi ekki nýjar tillögur frá Evrópusambandinu í millitíðinni. Fulltrúar sambandsins hafa átt í samningaviðræðum við Írana um að þeir hætti auðgun úrans, endurvinnslu geislavirks eldsneytis og því um líks, gegn því að þeim verði umbunað efnahagslega og pólitískt.

Óttast árás á fimmtudag

Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið.

30 grömm fundust við húsleit

Lögreglan í Hafnarfirði handtók í morgun karlmann á nítjánda ári. Hann hafði verið grunaður um fíkniefnasölu um hríð og var í morgun gerð húsleit hjá honum. Þar fundust þrjátíu grömm af eiturlyfjum: amfetamíni, kókaíni og hassi.

Hlaup hafið í Skaftá

Hlaup er hafið í Skaftá. Sverrir Elefsen hjá vatnamælingum Orkustofnunar segir allt útlit fyrir að hlaupvatn sé að koma fram við Sveinstind.

Nýjar upplýsingar um atburðina

Átta árum eftir að Díana Bretaprinsessa týndi lífi í bílslysi í París eru komnar fram nýjar upplýsingar um atburði næturinnar þegar hún dó.

Minna kynlíf fyrir þá sem hrjóta

Menn sem hrjóta njóta minna kynlífs en aðrir menn. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar könnunar.Þá sýna rannsóknir að þeir sem hrjóta mikið eiga fremur við risvandamál að stríða en aðrir menn.

Ekki mikla vatnavexti að sjá

Ekki er mikla vatnavexti að sjá ennþá í Skaftárhlaupinu sem hófst í morgun, að sögn Sverris Elefsens hjá vatnamælingum Orkustofnunar. Rennslið í ánni er nú um 270 rúmmetrar á sekúndu.

Ráðist á bílalest Chalabi

Ráðist var á bílalest varaforsætisráðherra Íraks, Ahmad Chalabi, í bænum Latifiya, skammt frá Bagdad, nú síðdegis. Að sögn lögreglu lést að minnsta kosti einn lífvarða ráðherrans í árásinni.

Skotin í eigin jarðarför

Það hlýtur að teljast til undantekninga að fólk sé skotið með byssu í eigin jarðarför. Hin fjörutíu og níu ára gamla barnfóstra, Clenilda da Silva, lenti þó í því á dögunum. Að sögn lögreglunnar í Rio de Janeiro í Brasilíu, þar sem da Silva var búsett, varð kista barnfóstrunnar fyrir skoti úr byssu glæpagengja sem áttu í átökum í næsta nágrenni við kirkjugarðinn.

Má búast við öllu

Töluverðir vatnavextir eru nú í Skaftá en hlaup hófst í ánni í morgun. Svipað mikið er í Skáftárkötlum og í stóru hlaupunum árið 2000 og 2002 og því má búast við öllu, að sögn Sverris Elefsens hjá vatnamælingum Orkustofnunar.

Átján fíkniefnamál í Eyjum

Átján fíkniefnamál hafa komið upp í Eyjum og hefur lögregla haldlagt mest af amfetamíni en einnig hafa fundist e-töflur og LSD auk kannabisefna.

Yfir 900 lík fundin á Indlandi

Úrhellisrigning hefur valdið mannskaða og tjóni í nágrenni Bombay á Indlandi undanfarna sólarhringa og í morgun gáfu yfirvöld út viðvörun. Björgunarsveitir hafa um helgina fundið yfir níu hundruð lík fólks sem farist hefur í vatnselgnum.

Í hvað fara peningarnir?

Hver einasti Íslendingur á aldrinum 16-70 ára sem er með meira en um átta hundruð þúsund krónur í árstekjur þarf að greiða 5.378 krónur í framkvæmdasjóð aldraðra um mánaðamótin. Reynslan af svona eyrnamerktum sköttum er misjöfn, svo spurt er: í hvað fara þessir peningar?

London: Tengsl við Sádi-Arabíu

Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu.

Herskipi sökkt við Ástralíu

Gusugangur og sprengingar mörkuðu tilurð nýjustu ferðamannagildru Ástrala í morgun. Þá varð gömlu herskipi sökkt skammt frá ströndum Queensland en því er ætlað að verða aðdráttarafl fyrir kafara. Búist er við að tíu þúsund kafarar svamli þarna árlega.

Sjá næstu 50 fréttir