Erlent

Gleymdi eiginkonunni

Makedónskur maður skildi eiginkonu sína eftir á ítalskri vegamiðstöð og uppgötvaði ekki að hann hefði ekið af stað án hennar fyrr en sex klukkustundum síðar. Hjónin voru á ferð ásamt fjögurra ára dóttur sinni og stöðvuðu ferð sína til þess að taka bensín, að því er segir á fréttavef CNN. Þar fór konan út úr bifreiðinni til þess að fara á salerni án þess að eiginmaður hennar tæki eftir. Konan hafði hvorki á sér fjármuni né persónuskilríki og hafði því samband við lögreglu, sem tókst loks að finna manninn í Mílanó. Hann gaf þá skýringu að kona hans sæti alltaf í aftursætinu og hann yrði hennar því ekki var.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×