Aðeins óljóst með sjálfstæðismenn 9. ágúst 2005 00:01 Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að flokkurinn væri fylgjandi auknum réttindum samkynhneigðra til fjölskylduþátttöku. Í samtali við fréttastofu sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ummæli félagsmálaráðherra um helgina styrkja enn frekar það að málin verði kláruð í haust þannig að allur réttindapakki samkynhneigðra fari í gegn. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að Samfylkingin styðji þessi mál. Að sögn Margrétar Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, eiga samkynhneigðir að njóta fullra mannréttinda, þar á meðal rétturinn til frumættleiðinga, samkvæmt stefnuskrá flokksins. Þá sagði Steingrímur J Sigfússon vinstri - græna vera fylgjandi fullu jafnrétti, vilja ganga alla leið og klára málið. Því má einnig vænta stuðnings beggja flokkanna þegar kemur að því að taka málið upp á þingi. Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ekki ráð fyrir að þingflokkurinn taki afstöðu til málsins fyrr en á þingi í haust. Aðspurður um ummæli Árna Magnússonar um helgina segir Einar þau eftirtektarverð og hann hafi sjálfur lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að tryggja full lagaleg réttindi samkynhheigðra hér á landi. Það var þó ekki annað að heyra á Einari en að hann ætti von á farsælli niðurstöðu í ríkisstjórninni. „Við höfum alltaf verið menn til þess að koma okkur saman og ná niðurstöðu um mál í þessu stjórnarsamstarfi,“ segir hann og segist aðspurður ekki geta svarað fyrir hönd flokksins í þessu máli vegna þess að það hafi ekki komið inn á borð þingflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Allir þingflokkar á Alþingi eru fylgjandi því að samkynhneigðir njóti sömu réttinda og aðrir nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur tekið afstöðu til málsins. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna styður baráttu samkynhneigðra fyrir fullum mannréttindum til jafns við aðra. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að flokkurinn væri fylgjandi auknum réttindum samkynhneigðra til fjölskylduþátttöku. Í samtali við fréttastofu sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ummæli félagsmálaráðherra um helgina styrkja enn frekar það að málin verði kláruð í haust þannig að allur réttindapakki samkynhneigðra fari í gegn. Það ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að Samfylkingin styðji þessi mál. Að sögn Margrétar Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins, eiga samkynhneigðir að njóta fullra mannréttinda, þar á meðal rétturinn til frumættleiðinga, samkvæmt stefnuskrá flokksins. Þá sagði Steingrímur J Sigfússon vinstri - græna vera fylgjandi fullu jafnrétti, vilja ganga alla leið og klára málið. Því má einnig vænta stuðnings beggja flokkanna þegar kemur að því að taka málið upp á þingi. Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ekki ráð fyrir að þingflokkurinn taki afstöðu til málsins fyrr en á þingi í haust. Aðspurður um ummæli Árna Magnússonar um helgina segir Einar þau eftirtektarverð og hann hafi sjálfur lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að tryggja full lagaleg réttindi samkynhheigðra hér á landi. Það var þó ekki annað að heyra á Einari en að hann ætti von á farsælli niðurstöðu í ríkisstjórninni. „Við höfum alltaf verið menn til þess að koma okkur saman og ná niðurstöðu um mál í þessu stjórnarsamstarfi,“ segir hann og segist aðspurður ekki geta svarað fyrir hönd flokksins í þessu máli vegna þess að það hafi ekki komið inn á borð þingflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira