Erlent

Dæla út vatni í kapp við tímann

Björgunarsveitarmenn keppast við að dæla vatni úr kolanámu í suðurhluta Kína til að bjarga 102 mönnum sem sitja þar fastir. Flóð olli þvi að mennirnir festust inni. Vatnsyfirborðið hækkar um 50 sentímetra á klukkustund og fara lífslíkur mannanna dvínandi eftir því sem lengri tími líður. Hu Jintao, forseti Kína, sem hefur lofað að bæta öryggi námuverkamanna, skipar héraðsyfirvöldum að leggja allt kapp á að bjarga mönnunum. Það gerir björgunarmönnum erfiðara fyrir að ekki er ljóst hvaðan vatnið sem flæðir í námuna kemur. Yfirvöld í Kína verjast allra frétta af málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×