Innlent

Mótmælendum veitt eftirför

Mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði var veitt eftirför lögreglu eftir að þeir yfirgáfu Vað í Skriðdal í fyrrakvöld að sögn Birgittu Jónsdóttur talsmanns mótmælenda í Reykjavík. Þórir Oddsson aðstoðarríkislögreglustjóri staðfestir að lögregla hafi fylgst vel með mótmælendunum frá því að þeir yfirgáfu Vað. Hins vegar segir hann engin afskipti verið höfð af mótmælendunum á ferð þeirra. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur aðgerðir lögreglu óheimilar án dómsúrskurðar. "Ég tel þetta heimildalaus afskipti af frjálsum borgurum, hafi málið ekki verið lagt fyrir dómara og hann ákveðið að takmarka ferðafrelsi þeirra," segir Ragnar. Þórir segir hins vegar skýrar heimildir fyrir því að lögregla megi fylgjast með borgurum að gefnu tilefni. "Mótmæli fólksins fóru ekki friðsamlega fram og yfirlýsingar voru gefnar út um að halda ætti uppteknum hætti. Málinu er því alls ekki lokið," segir Þórir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×